fbpx
Bjarki vefur

Baráttu sigur í Olísdeild karla.

Strákarnir okkar léku í dag gríðarlega mikilvægan leik í Olísdeildinn gegn Akureyri á heimavelli í FRAMhúsi.  Bara mjög þokkaleg mætt og strákarnir í 4. fl. héldu upp stuðinu á pöllunum, takk drengir þið eruð flottir.  Ég sagði að leikurinn væri mikilvægur og það var hann því Akureyri er öflugt lið en við verðum að vinna þessi lið sem eru á svipuðu róli og við.

Leikurinn byrjaði mjög vel, við virkileg flottir varnarlega og  fengum mikið af auðveldum mörkum í kjölfarið. Staðan eftir 12 mín 8-3.  Við fórum svo með urmul af góðum færum, tvö víti ofl. sem hleyfti Akureyri aftur inn í leikinn.  Þeir náðu að jafna í 12-12 en við yfir eitt mark í hálfleik 14-13.
Mjög kafla skiptur hálfleikur þar sem við vorum sjálfum okkur verstir, fín barátta en klaufar að nýta færin og varnarleikur okkar dalaði eftir góða byrjun.

Síðari hálfleikur var svo bara háspenna, við byrjuð betur og náðum leiknum í fjögur mörk en þurftum að hafa mikið fyrir því og voru ekki nógu sannfærandi sóknarlega.   Þeir jöfnuðu í 20-20, 22-22 og náðu að komast yfir 22-23 þegar um 5 mín voru eftir og farið að fara um mannskapinn í stúkunni.   Við sýndum svo frábæran leik undir lokinn þegar ungu strákarnir Aron Gauti og Bjarki Láru setti þrjú gríðarlega mikilvæg mörk sem tryggði okkur flottan sigur, 26-25.

Mjög góður sigur og afar mikilvæg stig í húsi,  Gauti var flottur allan leikinn og stóð upp úr ásamt Viktori í markinu.  Ungu strákarnir okkar Aron Gauti, Bjarki Láru og Svavar Kári gerðu mikilvæg mörk og voru flottir í dag. Ekki besti handboltaleikur sem ég hef séð en klár baráttu sigur og allir okkar leikmenn fá klapp á bakið fyrir frammistöðuna í dag. Vel gert drengir.

Næsti leikur á heimavelli, það verður tvenna annan sunnudag gegn Gróttu karla og ÍBV kvenna, fyllum húsið.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!