fbpx
Lena gegn Fjölni vefur

Öruggur sigur á HK í Olísdeild kvenna

Stelpurnar okkar í handboltanum mættu nýliðum HK í Digranesinu í kvöld.  Dálítð síðan við höfum leikið í Digranesi en alltaf notalegt í þessu húsi.  HK stelpur hafa byrjað vel í haust og ljóst að við mættum ekki sýna neitt vanmat  og spila vel ef við ætluðum að ná í stig.
Það var strax ljóst í þessum leik að við ætluðum að ekki að gefa neitt.  Við tókum strax frumkvæðið, lékum góða vörn og það skilaði auðveldum mörkum. Staðan eftir 10. mín. 1-6 og 3-9 eftir 20. mín.  Við fengum fjögur mörk á okkur í fyrri hálfleik sem verður að teljast mjög gott.
Staðan í hálfleik 4-14.

Ljóst að þessi leikur yrði vart spennandi og nánast formsatriði að klára hann, eða hvað ?

Við byrjum síðari hálfleikinn ágætlega en ljóst að það var kominn slaki í mannskapinn.  Við slökuðum sem sé aðeins á vorum ekki eins beyttar varnarlega og fengum á okkur fleiri mörk.  Staðan eftir 45. mín. 14-24.  Það var samt aldrei nein hætta á ferðum og Stefán náði að rulla liðinu. Sóknarlega gekk okkur ágætlega og við lönduðum að lokum öruggum sigri 19-29.
Fátt um þennan leik að segja annað en stelpurnar tóku hann alvarlega, mættu tilbúnar til leiks og kláruðu hann með sóma. Vel gert stelpur og mikilvægt að temja sér þetta hugarfar.

Næsti leikur verður á heimavelli á laugardag en þá er „tvenna“ í FRAMhúsi, FRAM – ÍBV kvenna og FRAM Grótta hjá strákunum.  Sjáumst á sunnudag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!