fbpx
Nonni Svein vefur

Jón Sveinsson nýr þjálfari karlaliðs FRAM

Knattspyrnudeild FRAM og Jón Þórir Sveinsson hafa náð samkomulagi um að Jón taki við þjálfun karlaliðs FRAM í knattspyrnu. Samningurinn er til þriggja ára.

Jón þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum og stuðningsmönnum FRAM. Hann er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 312 leiki fyrir meistaraflokk FRAM. Jón lék sinn fyrsta leik fyrir FRAM árið 1983 og þann síðasta árið 1999. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með félaginu á 9. áratugnum. Jón lék einnig um skeið með FH og Þrótti og á að baki leiki með öllum yngri landsliðum Íslands. Þá lék Jón eitt tímabil sem atvinnumaður í innanhúsknattspyrnu í bandarísku MISL deildinni með liði LaRaZa frá Monterrey Mexíkó.

Jón hefur mikla reynslu sem þjálfari, bæði sem þjálfari yngri flokka og sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Hann hóf þjálfaraferilinn sem þjálfari 2. flokks FRAM árið 2001 og var aðstoðarþjálfari Kristins R. Jónssonar með meistaraflokk FRAM árið 2002. Jón var einnig aðstoðarþjálfari Þorvaldar Örlygssonar hjá FRAM árið 2009. Jón þjálfaði um árabil hjá Fylki, lengst af sem þjálfari 2. flokks og gegndi stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks. Haustið 2017 kom Jón aftur til starfa hjá FRAM og hefur hann þjálfað 3. flokk karla hjá félaginu síðasta árið.

Það er stefna knattspyrnudeildar FRAM að halda áfram að byggja á ungum og efnilegum leikmönnum félagsins sem fá tækifæri til að byggja sig upp, vaxa, dafna og þroska sinn leik á sama tíma og liðið verður styrkt með leikmönnum sem falla að hugmyndafræði félagsins. Markmiðið er að sjálfsögðu að FRAM verði aftur í hópi hinna bestu liða í efstu deild á nýjum og glæsilegum heimavelli félagsins í Úlfarsárdal. Jón Sveinsson mun gegna lykilhlutverki í þessu starfi á komandi árum og knattspyrnudeild FRAM bindur miklar vonir við störf Jóns fyrir félagið.

Starfandi stjórn knattspyrnudeildar FRAM.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!