fbpx
valdi-gegn-grottu-vefur

Andleysi í Safamýri

Það var gul viðvörun vegna lægðar sem gekk yfir landið í dag. Viðvörunin við lægð leikmanna Fram í dag hefði þó mátt vera rauð og blikkandi.

Grótta kom í heimsókn í Safamýri og um var að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir okkar menn. Það var ágætis stemmning í húsinu enda mikið undir og væntingar háar.

Leikurinn byrjaði mjög varnarsinnaður, mikill skjálfti virtist vera í leikmönnum beggja liða og mikið um mistök. Lítið var skorað í byrjun leiks og staðan 1-1 eftir 7 mínútur.

Um miðbik fyrri hálfleiks náðum við að róa okkar leik aðeins, gerðum færri mistök en Gróttumenn. Með því náðum við smá forskoti og tókum þannig frumkvæði í leiknum. Þannig héldum við út og staðan þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik 10 – 7 fyrir okkar mönnum.

Vörnin var ágæt og Viktor að verja vel í rammanum en sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska.

Undirritaður tölti bjartsýnn með framhaldið og fékk sér kaffi og litla sneið af vínarbrauði ánægður með forskotið í hálfleik.

Á undirritaðan runnu tvær grímur um leið og flautað var til leiks í seinni hálfleik og augljóst í hvað stefndi. Gróttumenn komust yfir 11-12 eftir 8 mínútur í seinni hálfleik.

Á meðan Grótta tók frumkvæði og voru skynsamir undir harðri stjórn hreppstjórans, Einars Jónssonar, voru okkar menn eins og þær ætluðu upp ártúnsbrekkuna í hlutlausum gír. Skotnýting okkar manna til skammar, vörnin götótt og Viktor kom engum vörnum við í rammanum.

Grótta jók smám saman forskotið í 4 mörk og héldu út leikinn. Lokatölur 20-24 Gróttu í vil.

Það voru of margir leikmenn í dag andlega fjarverandi, eiginlega bara allt liðið. Núna þurfa menn að berja sig saman í landsleikjahlénu, kafa djúpt og mæta með höfuð hátt og kassann út í næsta leik sem verður gegn Stjörnunni í Garðabæ sunnudaginn 4. nóvember kl. 19:30.

Ég veit við getum betur en það sem boðið var uppá í dag.

Áfram FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!