fbpx
Ragnheidur vefur

Og andleysi í Safamýri

Meistaraflokkur Fram konur 2018 – 2019

Í dag fékk meistaraflokkur Fram Eyjastúlkur í heimsókn í sjöttu umferð í OLÍS deildinni.  Fram með fullt hús stiga fyrir leikinn en ÍBV með 5 stig.  Mikið búið að ræða það í fjölmiðlum að Fram sé ósigranlegar.  Það var hins vegar ekki staðan í dag.

ÍBV byrjaði leikinn betur og náði fljótt forystu.  Fram náði þó að jafna leikinn um miðjann hálfleikinn og var leikurinn jafn þó að ÍBV hafi verið með smá forskot.  Hálfleiksstaða 15 – 16.  Of mikið að fá á sig 16 mörk í einum hálfleik.

Seinni hálfleikur var jafn en eins og í þeim fyrri hafði ÍBV heldur forskot.  Fram náði að komast yfir upp úr miðjum hálfleik en náði ekki að byggja á því og ÍBV náði aftur forustu og sigraði að lokum.  Lokatölur 23 – 27.

Ekki nógu góður leikur í dag.  Of fáir að spila vel í sókninni og mikið af dauðafærum sem voru misnotuð.  Einnig allt of mikið af tæknifeilum og menn stundum að flýta sér allt of mikið.

Vörnin ekki að standa nógu vel í fyrri hálfleik, en batnaði mikið í þeim seinni.

Flest mörk í dag skoruðu Ragnheiður Júl 9 og Unnur Ómars 6, aðrar færri.

Erla Rós var í markinu og varði ein 14 skot.

Eins og áður segir ekki góður leikur og við vitum að liðið getur gert mikið betur.

Næsti leikur Fram er 30. október á Akureyri á móti KAÞór sem hefur verið á mikilli siglingu undanfarið, þanng að það verður klárlega erfiður leikur.

Áfram Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!