Stelpurnar okkar í handboltanum mættu óvenju snemma í FRAMhúsið í morgun en fyrir höndum lág rútuferð norður á Akureyri þar sem liðið mætti KA/Þór í Olísdeildinni.
Góð færð norður og það fór vel um mannskapinn á leiðinni. Smá forföll í okkar liði Karen meidd og Steinunn veik annars allir klárir í slaginn og Marthe mætt enn og aftur.
KA/Þór komið á óvart og leikið vel í upphafi móts, því ljóst að við þyrftum að spila vel í þessum leik ef við ætluðum að vinna.
Leikurinn byrjaði frekar brösulega, við að gera mikið af tæknimistökum, skjóta illa en Erla að verja vel. Ljóst að við söknum þess að hafa Steinunni og Karen, liðið ekki að finna taktinn í byrjun. Staðan eftir 15 mín. 5-6. Við með 8 tapaða bolta á þessum kafla.
Leikurinn breyttist lítið, sóknarleikur okkar ekki sérlega góður og varnarlega vorum við ekki á fullu. Einhver deifð yfir liðinu, eins og við hefðum ekki áhuga á spila þetta á fullu. Staðan í hálfleik 13-11.
Við spiluðum fyrri hálfleikinn illa, fátt sem við vorum að gera vel og við vorum bara á hálfum hraða. Fórum með urmul af færum og mikið af tæknimistökum. Ljóst að við þyrftum að gera mun betur ef ekki átti illa að fara.
Síðar hálfleikur byrjaði svo sem ekkert vel en við náðum að vinna muninn upp og voru komnar yfir um miðjan hálfleikinn tvö mörk. Við náðum ekki að fylgja því eftir og þær náðu okkur aftur. Við náðum aldrei að hrista þær af okkur og leikurinn jafn fram á loka mínútu leiksins. KA/Þór náði svo að setja á okkur mark á loka sekúndum leiksins og niðurstaðan tap. 24-23.
Ferlegt að tapa svona leik og verða leikmenn að skoða sinn leik vel. Margir að spila illa og það vantaði alla gleði og vilja til að vinna þennan leik. Við eigum bara ekki að detta niður á þetta plan þó það vanti einhverja leikmenn í liðið. Verðum að hafa meiri trú á eigin getu. Upp með hausinn stelpur.
Næsti leikur er eftir slétta viku á heimavelli gegn Selfoss, sjáumst í Safamýrinni.
ÁFRAM FRAM