fbpx
Þorgeir

Slæmt tap í Olísdeild karla

Strákarnir okkar í handboltanum mættu Stjörnunni í Olísdeildinni í kvöld. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið og spennandi að sjá hvernig þetta færi allt.  Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari FRAM fjarri góðu gamni, drengurinn lagður inn á spítala fyrir helgi en er nú á batavegi.
Bara vel mætt á þennan leik og þá sér í lagi margir frá okkur í FRAM.

Leikur okkar byrjaði heldur illa, eins og við værum ekki alveg tilbúnir, eitthvað slen yfir okkar mönnum. Við vorum að elta strax í byrjun og voru hálfan hálfleikinn að jafna leikinn.  Náðum að halda honum jöfnum í smá tíma en misstum þá aftur fram úr okkur en náðum að klóra í bakkann undir lokin, staðan í hálfleik 14-13.
Ekki góður hálfleikur en við inni í leiknum, ljóst að við þyrftum að ná meira jafnvægi í okkar leik.

Það gerðist því miður ekki, við heldum aðeins í horfinu til að byrja með en svo skildu leiðir. Við gerðum gríðalega mikið af mistökum og vorum ótrúlegir klaufar. Svo hrundi okkar leikur bara smátt og smát, við áttum í raun aldrei möguleika eftir það.  Það var fátt gott í okkar leik því miður og töpum honum frekar illa.  Lokatölur 33-24.

Það var enginn að spila vel í kvöld, Viktor sá eini sem stóð uppúr.  Ljóst að við þurfum að skoða okkar leik, getum ekki mætt svona stemmdir til leiks.
Næsti leikur er bikarleikur á heimavelli gegn Akureyri á miðvikudag, þá er allt undir og teysti því að strákrnir sýni okkur hvað í þeim býr. Sjáumst í Safamýrinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!