Orri2

Orri Gunnarsson skrifar undir nýjan samning við FRAM

Miðjumaðurinn öflugi Orri Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við FRAM. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2020.

Orri, sem er 26 ára gamall, lék á nýliðnu tímabili 28 leiki í öllum keppnum með FRAM og skoraði 4 mörk.

Orri er uppalinn hjá FRAM og hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2010. Frá þeim tíma hefur hann spilað 164 leiki með FRAM og er því einn af leikreyndari leikmönnum liðsins þrátt fyrir ungan aldur. Árið 2013 varð Orri bikarmeistari með FRAM.

Knattspyrnudeild FRAM fagnar því að hafa gert nýjan samning við Orra enda er hann mikilvægur hlekkur í þeirri uppbyggingu sem á sér stað innan félagsins.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email