fbpx
lukas haust 2018 vefur

Fínn árangur á fyrsta bikarmóti vetrarins í Taekwondo

Fyrsta bikarmót vetrarins er nú að baki og áttu Framarar þar þátttakendur bæði í yngri og eldri flokkum. Að þessu sinni var mótinu skipt á tvær helgar og hófst laugardaginn 27.október með keppni í eldri flokkum. Þar átti Fram sjö keppendur sem allir stóðu sig með prýði og komust á verðlaunapall. Hulda og Rúdolf tóku gullverðlaun í einstaklings keppninni í tækni í sínum flokkum, Bjarki tók þar silfur og brons í bardaga. Anna Jasmine tók silfur í bardaga og Þorsteinn brons. Anna Jasmine og Bjarki tóku svo silfur í parakeppninni í tækni og þær stöllur Bryndís og Nína tóku bronsið.

Yngri hópurinn keppti svo síðastliðinn laugardag og átti Fram þar átta vaska keppendur. Nóel Snær og Patrik sigruðu sína flokka í bardaga og fengu gullverðlaun, Dominik, Lúkas Tumi, Hilmar og Ívar Freyr fengu silfur og Sigvaldi og Hallsteinn fengu brons. Þess má geta að þeir Patrik og Lúkas voru í sama flokk og komust báðir í úrslit. Fram hlaut því bæði gull og silfur í þeim flokki sem er afar ánægjulegt.

Keppnin í tækni var gríðarlega hörð að þessu sinni og erfitt að komast á verðlaunapall. Ívar náði þó 3.sætinu í sínum flokki og hlaut bronsverðlaun sem er frábær árangur í svo fjölmennum hópi.

Í bikarmótaröðinni telja aðeins úrslit eldri hópanna til stiga og náðu Framarar að krækja sér í 41 stig á þessu fyrsta bikarmóti vetrarins. Fram situr því í 4. Sæti af þeim sjö liðum sem sendu inn keppendur og stefnir deildin á enn fleiri stig á næsta bikarmóti sem haldið verður í febrúar.

Næst á dagskrá er svo Íslandsmótið í tækni sem haldið verður laugardaginn 24.nóvember og er deildin í fullum undirbúningi undir það mót.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!