fbpx
Þorsteinn Gauti vefur

FRAM áfram í bikarnum eftir sigur á Akureyri

Bikarkeppnin þetta tímabilið hófst hjá strákunum okkar í kvöld þegar við fengum Akureyri í heimsókn í Safamýrina.  Slæðingur af fólki og alltaf pínu spenna fyrir bikarleiki.  Höllin heillar alltaf !

Leikurinn byrjaði af miklum krafti, ljóst að bæði lið ætluðu að gefa allt í þennan leik og það var tekist á.  Liðunum gekk ekkert sérlega vel að skora en varnarleikur beggja liða góður.  Held að staðan hafi verið 2-2 eftir c.a. 9 mín.  Sóknarleikur liðanna fór svo batnandi, liðið skiptust á að hafa frumkvæðið og vel tekist á varnarlega.  Við náðum að komast tvö yfir undir lok hálfleiksins en Akureyri skoraði tvo síðustu mörkin og staðan í hálfleik 11-11.

Klaufalegt að klára ekki hálfleikinn betur en fínn leikur hjá okkur og virkilega góð barátta í öllu liðinu. Fyrir mér ljóst að það lið sem héldi út myndi vinna þennan leik.

Síðari hálfleikur byrjaði heldur brösulega en við náðum fljótlega að tökum á leiknum og héldum þeim tökum allt til loka.  Leikurinn var barátta frá upphafi til enda en þegar við náðum að komast fjögur yfir var eins og andstæðingurinn missti aðeins móðin og við náðum að loka þessu leik nokkuð sannfærandi.
Lokatölur 23-18, flottur baráttusigur og komnir áfram í bikarnum.

Margir að spila vel í kvöld, varnarlega voru allir að leggja í púkkið en mér fannst Siggi og Ægir mjög flottir í dag.  Sóknarlega var Valdimar frábær og búinn að vera það í vetur, Gauti átti líka flottan leik bæði í vörn og sókn.  Annars fá allir hrós fyrir baráttu og gott viðhorf til leiksins.  Vel gert strákar.

Næsti leikur er á sunnudag heima gegn ÍR, ef við mætum með þetta viðhorf til leiks þá verður það mjög áhugaverður leikur.  Sjáumst á sunndag kl. 17:00.

ÁFRAM FRAM

Jói tók fullt af myndum í dag og ég lofa að þær verða áhugaverðar. Kíkið hér http://frammyndir.123.is/pictures/

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!