fbpx
Þórey gegn Selfoss vefur

Ragnheiður og Þórey Rósa valdar í A landslið kvenna

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 16 leikmenn til að taka þátt í vináttuleikjum í Noregi og í undakeppni HM en leikið verður í Makedóníu að þessu sinni.  Hópurinn heldur til Noregs til æfinga og verða vináttuleikir þar þriðjudaginn 20.nóvember við Kína kl 18:00 og 22.nóvember við Noreg 14:00.

Landsliðið heldur svo til Skopje og tekur þar þátt í undakeppni HM. Í undankeppni HM eru stelpurnar okkar í riðli með Azerbaijan, Makedóníu og Tyrklandi. Leikirnir hjá stelpunum okkar í undakeppninni þar ytra eru eftirfarandi:

Fös. 30. nóv  19:00   Ísland – Tyrkland
Lau. 1. des  17:00     Ísland – Makedónía
Sun. 2. des  17:00     Ísland – Azerbaijan

Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo leikmenn í landsliðshópi Íslands að þessu sinni en þær sem voru valdar frá FRAM eru:

Ragnheiður Júlíusdóttir                  FRAM
Þórey Rósa Stefánsdóttir              FRAM

Gangi ykkur vel.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!