fbpx
Þórey gegn Selfoss vefur

Ragnheiður og Þórey Rósa valdar í A landslið kvenna

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 16 leikmenn til að taka þátt í vináttuleikjum í Noregi og í undakeppni HM en leikið verður í Makedóníu að þessu sinni.  Hópurinn heldur til Noregs til æfinga og verða vináttuleikir þar þriðjudaginn 20.nóvember við Kína kl 18:00 og 22.nóvember við Noreg 14:00.

Landsliðið heldur svo til Skopje og tekur þar þátt í undakeppni HM. Í undankeppni HM eru stelpurnar okkar í riðli með Azerbaijan, Makedóníu og Tyrklandi. Leikirnir hjá stelpunum okkar í undakeppninni þar ytra eru eftirfarandi:

Fös. 30. nóv  19:00   Ísland – Tyrkland
Lau. 1. des  17:00     Ísland – Makedónía
Sun. 2. des  17:00     Ísland – Azerbaijan

Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo leikmenn í landsliðshópi Íslands að þessu sinni en þær sem voru valdar frá FRAM eru:

Ragnheiður Júlíusdóttir                  FRAM
Þórey Rósa Stefánsdóttir              FRAM

Gangi ykkur vel.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!