fbpx
Siggi gegn val vefur

Súrt tap á heimavelli í Olísdeild karla

Strákarnir okkar í handboltanum mættu ÍR á heimavelli í kvöld, mikið í húfi fyrir bæði lið sem þurfa á öllum stigum að halda í þessari jöfnu deild. Mjög vel mætt á leikinn og ég held að þessi tími á sunnudögum sé betri en kvöldleikir.
Leikurinn byrjaði bara skemmtilega, barátta í báðum liðum með áherslu á varnarleikinn. Sóknarleikur beggja liða gekk svona upp og ofan, ekki mikið skorað.  Ljóst að bæði lið voru vel stemmd og ætluðu að ná í stig.
Staðan eftir 15 mín. 6-6.
Á 20 mín. fékk Svavar Kári rautt f.að fara í andlit, mjög harður dómur þar sem gaurinn rann á gólfinu og lenti á Svavari, aldrei rautt en fátt hægt að segja.  Andstæðingurinn gekk á lagið, tók frumkvæðið í leiknum og hélt því út hálfleikinn.  Staðan í hálfleik 9-11. Vorum reyndar ferlegir klaufar undir lokin og fengum á okkur mark úr aukakasti eftir leiktímanum lauk.

Mér fannst við ekki vera að spila eins vel sóknarlega og við gerðum í síðasta leik, boltinn gekk ekki eins vel og við vorum ekki nógu yfirvegaðir. Vorum ekki að velja færin vel.  Varnarlega vorum við fínir en  Viktor hefði mátt taka fleiri bolta.

Siðari hálfleikur byrjaði þokkalega en við að gera full mikið að klaufa mistökum, náðum að jafna leikinn eftir um 9 mín. í 13-13.  Þá hófst innkoma Sigga Þorstein en hann tók pínu afskarið og þá sér í lagi eftir Andri Heimir fékk rautt f. glannalegan leik, leikmenn eiga að vita betur.  Siggi setti nokkur mörk og Viktor fór að verja, staðan eftir um 50 mín. 18-16 og útlitið bara gott.   En áður en við náðum að snúa okkur við vorum við komnir tvö undir, 20-22. Erfitt að vera mikið manni færri en við enn inni í leiknum.  Náðum að jafn í 24-24 þegar um mínúta var eftir.  Við vorum skelfilegir klaufar varnarlega í síðustu sókn ÍR, þeir komnir í þrot og við seldum okkur svakalega, Púff.  Við áttum mögulega á því að jafna í lokinn en náðum ekki að útfæra sóknina nógu vel. Lokatölur 24-25.

Það verður að segja að það var svekkjandi að tapa þessum leik, við leikum ekki illa en vorum samt að gera okkur seka um klaufaskap og það vantaði betri leik frá fleiri leikmönnum.  Viktor þarf að taka fleiri bolta, vörnin þarf að halda betur og við þurfum að velja færin betur sóknarlega.  Þessi leikur hefði getað fari hvernig sem er en við töpuðum og það var bara fúlt. Það sem verður ekki tekið af okkar liði allir að berjst og við virkilega reyndum að vinna þennan leik.
Ég var virkilega ánægður með inn komu Sigga, Valdi náði sé ekki á strik og það verður að skrifast á dómara leiksins sem leyfðu varnarmönnum ÍR að komast upp með alltof mikið.  Við náðum bara ekki að hreyfa þá nóg til að opna betur f. Valda.  Súrt tap staðreynd.

Næsti leikur verður á Selfossi, hvet FRAMara til að fylgjast vel með þeim leik.

ÁFRAM FRAM

Fullt af myndum hérna /http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!