fbpx
Sara Sif vefur

FRAM vann Reykjavíkurslaginn í Olísdeild kvenna

Það var boðið upp á Reykjavíkurslag í Olísdeild kvenna í kvöld þegar stelpurnar okkar mættu Val að Hlíðarenda. Alvöru leikur þar sem topplið deildarinnar voru að mætast í annað sinn í vetur.  Valur verið að leika vel en við búnar að vera í strögli.  Virkilega spennandi að máta sig við Val.

Leikurinn byrjaði ágætlega og höfðum frumkvæðið í byrjun leiks, vorum samt að gera tæknimistök sem kom okkur í koll og Valur gekk á lagið. Staðan eftir 15 mín. 9-6.
Þá kom virkilega góður kafli hjá okkar stelpum, náðum 4-0 kafla og breyttum stöðunni í 9-10 sem var staðan eftir 20 mín.  Við náðum að fylgja þessum góða kafla eftir með góðum varnarleik og markvörslu frá Söru, staðan í hálfleik 11-14.
Fínn hálfleikur en ljóst að við yrðum að spila vel út leikinn ef við ætlum að sækja stig.  Í mínum huga gæti markvarslan haft úrslita áhrif, gríðarlega jöfn lið, Steinunn og Ragnheiður í sérflokki í fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikur byrjaði ekki nógu vel, við að gera misstök, skjóta framhjá og láta verja frá okkur ásamt því að standa ekki nógu vel varnarlega.  Staðan eftir 40 mín. 17-17 og bullandi spennan í leiknum.
Þetta var svo barátta næstu mínútur, sóknarleikurinn pínu erfiður og við búnar að klikka á tveimur vítum, það munar um það í svona leik.  Staðan eftir 50 mín. 22-22. Allt í járnum.
Næstu mínútur hélt Sara Sif markvörður okkur hreinlega inni í leiknum með flottum leik, staðan 22-23 eftir 55 mín.  Spennan alveg að fara með leikmenn og áhorfendur.  Við náðum svo að setja tvö mörk í viðbót og útlitið gott þegar um 2,5 mín voru eftir. Við kláruðum svo þennan leik með stíl, Valur gerði ekki mark síðusti 10 mín. leiksins.
Lokatölur 22-27.

Gríðalega flottur og mikilvægur sigur eftir nokkra erfiða leiki. Þarna sýndum við okkar rétta andlit.  Mér fannst Ragnheiður, Steinunn og Þórey mjög góðar, Hafdís með góð mörk og Sara Sif gerði sennilega gæfumuninn í kvöld var frábær.  Liðið fær svo allt hrós fyrir baráttu og að halda haus allan tímann. Vel gert stelpur.

Næsti leikur og sá síðasti á þessu ári verður á sunnudag gegn Stjörnunni á heimavelli, sjáumst á sunnudag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!