Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Stjörnunni í síðasta leik stelpnanna á þessu ári en framundan er langt frí í deildinni þar sem landsliðið fær sviðið. Við lékum ljómandi vel í síðasta leik og því fróðlegt að sjá hvort við næðum stöðuleika í okkar leik á heimavelli.
Leikurinn í dag byrjaði vel og við náðum fljótt góðum tökum á leiknum, varnarleikurinn gekk vel, Sara Sif var að verja og við skoruðum mikið af auðveldum mörkum. Við komumst í 6-1 en svo komst jafnvægi á leikinn og staðan eftir 15 mín. 8-5. Við tókum svo aftur völdin og náðum mest sjö mörkum í stöðunni 15-8 eftir um 24 mín. Mér fannst við spila illa úr þessari stöðum og vorum klaufar að nýta ekki færin betur. Staðan samt góð í hálfleik 16-11.
Fínn leikur hjá okkur og mér fannst við hafa góð tök á þessum leik. Fátt að óttast fyrir síðari hálfleikinn, nema kannski okkur sjálfar ?
Síðari hálfleikur byrjaði vel, leikur okkar í góðu lagi og við með tök á leiknum, staðan eftir 45 mín. 22-16. Það var svo eins og slokknaði eitthvað á okkar liði, það vantaði einhverja stemmingu til að klára leikinn. Við vorum yfir 24-21 þegar fjórar mínútur voru eftir og leikurinn í okkar höndum. En handbolti er þannig að það getur allt gerst og það gerðist í dag. Við náðum ekki að klára leikinn, fórum mjög illa með loka mínútur leiksins. Vorum með boltann þegar 40 sek.voru eftir en enduðum á því að fá á okkur víti þegar leiktíminn rann út. Lokatölur 24-24.
Ferlegt að ná ekki að vinna og við hefðum átt að gera betur. Veit ekki hvað er hægt að segja meira um þennan leik því hann var algjörlega í okkar höndum og mjög svekkjandi að fá ekki öll stigin.
Næsti leikur hjá stelpunum er í byrjun janúar á næsta ári, 2019.
ÁFRAM FRAM
Fullt af myndum úr leiknum í dag á þessari slóð http://frammyndir.123.is/pictures/