Undirbúningur meistaraflokks FRAM fyrir næsta keppnistímabil er kominn á fullt.
Liðið leikur tvo æfingaleiki á næstunni. Þann fyrri gegn Njarðvík í Reykjaneshöllinni á fimmtudag kl. 18:45 og laugardaginn 1. desember fögnum við svo fullveldinu og fáum Víkinga í heimsókn í Safamýrina kl. 11:00.
Fim. 22. nóvember kl. 18:45 Njarðvík – FRAM (Reykjaneshöll)
Lau. 1. desember kl. 11:00 FRAM – Víkingur (Safamýri)
Við hvetjum alla FRAMara til að koma og fylgjast með þessum fyrstu æfingaleikjum FRAM undir stjórn Jóns Sveinssonar.
Áfram FRAM!