fbpx
Þorgeir

Tap gegn Selfoss í Olísdeild karla

Strákarnir okkar í handboltanum mættu Selfoss fyrir austan fjall í kvöld.  Selfoss í miklu prógrammi þessa stundina og kannski hentugt að mæta þeim á þessu augnabliki.

Leikurinn byrjaði ágætlega við að finna opnanir sóknarlega en vorum ekki að fara nógu vel með færin. Klikkuðum á tveimur vítum og létum verja frá okkur í góðum færum.  Varnarlega vorum við hálf sofandi og fengum á okkur heldur auðveld mörk.  Leikurinn samt jafn og staðan eftir 15 mín. 7-6.
Við náðum ekki að nýta okkur yfirtöluna nógu vel, vorum ekki að velja bestu möguleikana og það kom okkur í koll.  Við misstum þá fram úr okkur og það verður bara að skrifast á okkur sjálfa.  Hefðum átt að nýta færin okkar mun betur.  Varnarlega gekk okkur betur en hefðum þurft að fá markvörslu. Staðan í hálfleik 13-11.
Mér fannst við vera í bullandi færi að gera betur, fækka tækni feilum, nýta færin og koma markvörslunni í gagn. Þá yrði síðari hálfleikur virkilega áhugaverður.

Síðari hálfleikur byrjaði svo á svipuðum nótum, nýttum ekki þau tækfæri sem buðust til að minnka muninn. Vorum dálítð útaf og það hjálpaði auðvitað ekki til. Annars var þetta barátta þar sem  andstæðingurinn var  ívið klókari. Staðan eftir 45 mín.  19-17.
Við náðum að minnka muninn í 19-18 en þá kom vondur kafli og við misstum þá aftur fram úr okkur.  Staðan eftir 50 min. 22-18.
Við náðum lítið að saxa á þennan mun og tíminn rann frá okkur. Okkur gekk illa að skora og gerðum okkur erfitt fyrir með því að láta reka okkur útaf fyrir óþarfa brot. Lokatölur í kvöld 28-23.

Ekkert afleitur leikur en nýttum færinn heldur illa, gerðum ofmikið af mistökum tæknilega og markvarslan var hreinlega slök.  Samt vantaði ekki mikið uppá og því pínu grátlegt að tapa þessu svona illa, því það voru tækfæri.  Þýðir lítið að hugsa meira um þennan leik enda stutt í þann næsta sem verður á heimavelli á sunnudag kl. 18:00 gegn Aftureldingu. Sjáumst í Safamýrinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0