fbpx
Valdi í vanda vefur

Hörkusigur í Safamýrinni í kvöld.

FRAM strákarnir mættu Aftureldingu í Olísdeildinni í FRAMhúsi í kvöld, fólk lengi að mæta á völlinn en að endingu alveg þokkalega mætt og óvenju margir mættu úr Mósó sem er vel.   Mér leiðast þessir leikir á sunnudagskvöldum og held að þeir séu eitthvað sem þarf að útrýma en auðvitað bara mín skoðun.
Mikilvægur leikur fyrir okkur,  langt síðan við náðum sigri og þurfum á stigum að halda.

Strákarnir mættu skemmtilega vel stemmdir til leiks, að mér fannst, bæði lið til í kröftugan leik og það var tekist á strax frá byrjun. Við tókum frumkvæðið, vorum flottir, gerðum fyrstu þrjú mörkin en það vantaði kannski smá yfirvegum og klókindi því við misstum þetta niður. Leikurinn jafn og vel tekist á. Staðan eftir 15. mín. 9-8.  Við héldum frumkvæðinu en leikurinn hraður og skemmtilegur, bæði lið að leggja mikið á sig, barist um alla bolta.  Við náðum mest þriggja marka forrustu í 14-11 og staðan í hálfleik 16-13.
Flottur leikur en kannski vantaði herslumuninn varnarlega til að taka leikinn yfir.  Margir að spila vel en Toggi, Viktor og Gauti mjög flottir í þessum hálfleik.

Síðari hálfleikur var svo mikil skemmtun, liðin ætluðu greinilega að leggja allt í sölurnar fyrir stigin sem voru í boði. Þó það væri teksti á var þessi leikur ekki ljótur, þ.e ekki ljót brot en alveg við það að sjóða upp úr á köflum.  Við náðum að halda forrustunni en við þurftum að hafa fyrir því. Staðan eftir 45 mín.  23-21.  Það var við það að sjóða upp úr en við héldum haus sem mér fannst flott, við bættum smátt og smátt í og voru komnir yfir fjögur mörk þegar um 10 mín. voru eftir. Við náðum að halda þessari forrustu allt til loka, munurinn alltaf þetta 3-4 mörk.  Góður fjögurra marka sigur 30-26 var niðurstaða kvöldsins.

Virkilega flottur leikur, ég var mjög ánægður með leik okkar manna í þessum leik, gríðarleg barátta í liðinu, margir að spila vel og núna kom breyddin í liðinu okkur til góða.  Þurfum að vinna með það áfram.   Margir að leggja í púkkið, Gauti góður allan leikinn, Aron tók við af Svavari en þeir gerðu 9 mörk, Viktor góður og svo tók Lárus Helgi við, Toggi flottur og svo tók Andri Heimir við, Andri Þór og Þorgeir með 6 mörk og Valdi í fullri vinnu allan leikinn og góður að vanda.  Varnarlega voru Siggi og Ægir flottir.  Gríðarlega góður sigur á heimavelli og virkilega verðskuldað.

Næsti leikur er eftir rúma viku í Eyjum, þar þurfum við að halda áfram á þessari braut, ekkert minna mun skila stigi þar, vel get strákar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!