fbpx
IMG_6835

FRAM – Víkingur R. á laugardag kl. 11:00

Meistaraflokkur FRAM í knattspyrnu fagnar 100 ára fullveldisafmæli Íslands með því taka á móti Víkingi R. í æfingaleik í Safamýrinni laugardaginn 1. desember kl. 11:00.

FRAM lék sinn fyrsta æfingaleik á þessu undirbúningstímabili á fimmtudaginn í síðustu viku. Leikið var gegn Njarðvíkingum í Reykjaneshöllinni. Skemmst er frá því að segja að strákarnir léku vel og sigruðu Njarðvíkinga 0-6. Mörk FRAM í leiknum skoruðu Helgi Guðjónsson (2), Már Ægisson (2) og Arnór Siggeirsson (2).

Við hvetjum alla FRAMara til að leggja leið sína í Safamýrina á laugardagsmorgun. Getraunakaffið verður að sjálfsögðu á sínum stað milli kl. 10:00-12:00. Því er um að gera að slá tvær flugur í einu höggi, koma og tippa, fá sér kaffi og kíkja svo á leikinn.

Lau. 1. desember kl. 11:00 FRAM – Víkingur R. (Safamýri)

Áfram FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email