fbpx
Nína og bryndis Ármannsmót 2018 vefur

Glæsilegur árangur á Íslandsmóti í Poomsae um helgina

 

Íslandsmótið í poomsae var haldið um helgina í herbúðum Ármanns í Laugardalnum. Poomsae er tæknilega hliðin á Taekwondo og hefur Taekwondodeild Fram heldur betur verið að sækja í sig veðrið í þessari grein íþróttarinnar undanfarin misseri.
Á síðasta ári átti deildin einn keppenda í úrvalsdeild og tvo keppendur í fyrstu deild árið þar á undan. Fyrsta deildin er keppni á meðal lægri belta og úrvals deildin fyrir rauð og svört belti.
Að þessu sinni sló deildin öll sín fyrri met varðandi fjölda keppenda (og verðlauna) á Íslandsmótinu þar sem allir gjaldgengir iðkendur deildarinnar voru skráðir til leiks.
Fram átti því sex keppendur í fyrstu deild og tvo í úrvalsdeild sem lönduðu samtals fjórum Íslandsmeistara titlum fyrir félagið.

Í fyrstu deild varð Guðrún Nína Petersen Íslandsmeistari í flokki fullorðinna og hlaut Bryndís Jónsdóttir bronsverðlaun í sama flokki. Þær stöllur náðu svo bronsi í keppni para.
Í junior flokki karla varð Bjarki Kjartansson Íslandsmeistari og hlaut Þorsteinn Bergmann bronsverðlaun í sama flokki og hrepptu þeir félagar brons í para keppninni.
Anna Jasmine náði einnig Íslandsmeistara titli í parakeppni með stúlku úr KR og stóð sig afar vel í einstaklings keppninni þó það hafi ekki skilað henni verðlaunasæti að þessu sinni.
Auk þeirra keppti Jenný María Jóhannsdóttir og stóð sig frábærlega á sínu fyrsta keppnismóti.

Árangur þessara Framara var svo frábær að liðið varð í efsta sæti í fysrtu deildinni ásamt Keflavík með heil 25 stig.

Í úrvalsdeildinni kepptu þau Hulda Dagmar og Rúdolf Rúnarsson fyrir Fram og varð Hulda Íslandsmeistari í sínum flokki og Rúdolf hlaut brons. Saman hlutu þau svo silfur í keppni para og skiluðu liðinu 12 stigum og 5. Sætinu.

Deildin er afar stolt af sínu fólki og óskar iðkendum, þjálfurum og öðrum er koma að starfinu innilega til hamingju með frábæran árangur.

Taekwondodeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!