fbpx
Þorgeir

Súrt tap í eyjum

Strákarnir okkar í handboltanum skelltu sér til eyja í dag þar sem þeir mættu heimamönnum í Olísdeildinni.  Mikilvægur leikur fyrir bæði lið og spennandi að sjá hvað okkar menn myndu bjóða uppá eftir mjög flottan leik í síðustu umferð.
Leikurinn byrjaði aðeins of snemma fyrir fréttaritara sem hreinlega gleymdi að fylgjast með í upphafi leiks en samkvæmt heimildarmanni byrjuðum við mjög vel, náðum strax góðum tökum á leiknum.  Mjög góður kraftur í okkar leikmönnum og ljóst að við ætluðum að leggja allt í sölurnar fyrir stigin.
Staðan eftir 10 mín. 2-4 ekki mikið skorað.  Leikurinn jafnaðist svo og jafnt á flestum tölum,
staðan eftir 20 mín. 9-9.
Við fórum svo pínu illa að ráði okkar undir lokin, vorum að flýta okkur aðeins og fengum á okkur auðveld mörk í bakið.  Hefðum þurft að vera klókari á þessum kafla. Staðan í hálfleik 14-12.
Margt gott í þessum hálfleik en ljóst að við þyrftum að halda fókus allan leikinn og nýta færin.

Við náðum lítið að sækja á þá í upphafi síðari hálfleiks, náðum ekki að loka á þá varnarlega og vorum ekki að vinnan marga bolta.  Sóknarlega gekk okkur ágætlega en ekki mikið um varnir.
Staðan eftir 45 mín. 22-19.
Við náðum að minka munni í nokkur skipti í eitt mark en það vantaði alltaf herslumuninn að við næðum alla leið.  Fórum illa með nokkur góð færi og það var munurinn í kvöld.  Við náðum svo að minnka muninn í eitt mark  og unnum boltann þegar um 30 sek. voru eftir. Við áttu sem sé möguleika á því að jafna leikinn í lokasókninni en náðum því miður ekki að setja mark, boltinn hreinlega lak framhjá markinu og tíminn leið út.  Grátlegt að ná ekki að klára sóknina með marki því sóknarleikinn hafði í raun gengið vel allan hálfleikinn.  Lokatölu 29-28.  Æi segi ég og skrifa.

Margt gott í þessum leik en það dugði bara ekki. Sóknarlega vorum við fínir, Gauti algjörlega frábær með 11 mörk.  Þorgeir góður en náði ekki að halda út, annars margir að leggja í púkkið sóknarlega. Varnalega vorum við ekki nógu þéttir og náðum ekki að stoppa flæðið í þeirra sóknarleik.  Hefðum þurft að fá fleiri varða bolta en kannski bauð varnarleikurinn ekki upp á það.  Hefði samt viljað sá þá félaga taka nokkra í viðbót, við þurftum svo á því að halda.
Súrt tap en við gerðum okkur þetta erfitt með því að nýta færin ekki betur, þar liggur kannski munurinn þegar upp er staðið ?

Næsti leikur er á sunnudag gegn Val að Hlíðarenda, þar verður barist um austurborgina.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!