fbpx
FRAM_spil vefur

Vel heppnað fótboltamót FRAM og KIA

Knattspyrnudeild FRAM og KÍA umboðið á Íslandi héldu um helgina glæsilegt fótboltamót fyrir stráka í 6. flokki.  Mótið var haldið í Egilshöll og mættu 6 félög til leiks með samtals 65 lið.   Við áætlum að um 350 strákar hafi því tekið þátt í mótinu en leikið var á 8 völlum í Egilshöllinn þegar mest var.  Mikið fjör og stemming í Egilshöll á laugardag enda vel heppnað mót.

Mótið gekk vel eins og áður sagði, drengirnir fóru sælir og glaði heim að mótinu loknu en KIA styrkti mótið og gaf öllum þátttakendum jólapakka í mótslok.
Þakkar Knattspyrnudeild FRAM  KIA sérstaklega fyrir stuðninginn og öllum iðkendum sem mættu á mótið kærlega fyrir komuna.

ÁFRAM FRAM

P.s fyrir áhugasama þá tók Toggi ljósmyndari myndir af liðunum á mótinu en sökum lélegrar lýsingar í Egilshöll reyndist erfitt að mynda leikmenn í leik.  Þið sem hafið áhuga á að skoða myndir af mótinu endilega kíkið hér  https://drive.google.com/drive/folders/1dmws3Ge2S7HQJLqwLyQ91se2WazEQIWi?usp=sharing

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!