fbpx
Afstöðumynd.dgn

Staðan í byggingarmálum í FRAM í Úlfarsárdal

Sælir FRAMarar

Nú hefur byggingarnefnd FRAM og Reykjavíkurborgar komið saman reglulega frá því um miðjan október 2017 eða í rúmt ár og fundað vikulega. Magnað hvað tíminn flýgur.

Vinna byggingarnefndar hefur gengið vel að mestu, það koma alltaf einhver ljón upp og verða í veginum en við höfum náð að lenda öllum málum þannig að þau hafa ekki tafið okkur mikið.

Til stóð að færa núverandi félagsaðstöðu og búningsklefa í sumar en féllum frá þeirri hugmynd þar það hentaði okkur ekki auk þess að kostnaður var mikill.  Við mátum það þannig að peningum sem áttu að fara í þennan flutning væri betur varið með því að vinna málið betur. Settum  afstað vinnu sem miðar að  því að lagnir og annað sem þurfti að fylgja flutningi yrðu gerðar varanlegar og myndi þannig nýtast okkur til framtíðar.  Við munum samt þurfa að færa húsin af núverandi stað en sá flutingur verður ekki fyrr en  vor 2019,  þegar framkvæmdir við byggingu íþróttamiðstöðvar FRAM í Úlfarsárdal hefst.

Staðan á verkinu núna er sú að búið er að teikna húsið og vinna við hönnun hefur gengið vel.  Öll vinna miðar að því að hægt verði að bjóða verkið út í byrjun mars 2019.  Eins og staðan er í dag þá virðist það markmið vera raunhæft.

Í sumar var nýtt deiliskipulag fyrir svæðið auglýst og gekk það vel, engar athugasemdir bárust og er verið að klára vinnu vegna nýs skipulags, á sú vinna að klárast mjög fljótlega.  Landslagsarkitektar eru að klára útfærslu á svæðinu í heild innan þessa nýja skipulags  og miðar það vel.

Verið er að yfirfara framkvæmdaáætlum og uppreikna kostnaðaráætlun en ljóst að kostnaður við verkið hefur hækkað,  enda viðbúið þar sem verkið hefur stækkað.  Við höfum  þurft að bregðast við breytingum sem gerðar hafa verið eftir að samningur við FRAM var undirritaður og eins koma alltaf upp hlutir sem þarf að laga til  í svona hönnunnarferli.

Núna er verið að fara yfir þessa þætti sem ég nefndi og reyna að rýna allt þannig að allt fari vel í þessu stóra og mikla verki sem er framundan er.

Verkáætlun byggingarnefndar FRAM miðast við að framkvæmdir hefjist vor 2019 og að við getum tekið húsið og vellina í notkun sumarið 2021.   Við teljum það raunhæft markmið, ef Reykjavíkurborg tryggir fjármagn í samræmi við heildaráætlun framkvæmda í Úlfarsárdal.  Borgarstjórn á eftir að leggja blessun sína yfir þessar áætlanir og við bíðum spennt eftir því að þær klárist þannig að endanleg niðurstaða fáist.

Eftir er að hanna og klára vinnu við knatthúsið og vélageymslu en við reiknum með að fara í þá vinnu fljótlega á næsta ári.  Arkitektar hafa sett upp frumhönnun en við höfum ekki komið okkur niður á hvernig húsið á að líta út en við munum vinna okkur niður á niðurstöðu í því máli.  Þar er helst verið að skoða kostnað við mismundandi útfærslur á útliti hússins  en stærð og staðsetning  knatthúss er á hreinu.

Almennt höfum við verið samtaka í nefndinni og við FRAMarar bara nokkuð sátt með ferlið í heild.  Hefðum viljað að þetta ferli gengi hraðar fyrir sig en fróðir menn segja okkur að svona ferli taki bara langan tíma. Margar stofnanir, ráð og nefndir þurfa að samþykkja þetta allt og koma með athugasemdir þannig að oft þarf að bíða eftir niðurstöðum og vinna úr athugasemdum osfv.

Við FRAMarar eru því dag mjög vongóðir um að með vorinu förum við loksins að sjá framkvæmdir á nýju Íþróttavæði FRAM í Úlfarsárdal.

F.h. Byggingarnefndar FRAM

Þór Björnsson Íþróttastjóri
Lúðvík Þorgeirsson Framkvæmdarstjóri

P.s Mun setja inn nýjar myndir af svæðinu og lýsingu á verkinu hérna  http://fram.is/felagid/fram-svaedid-i-ulfarsardal/

 

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!