Það var stórleikur í Olísdeild karla í kvöld þegar við mættu Val að Hlíðarenda, alltaf spenna í loftinu þegar þessi lið mætast. Valur núna í mun betri stöðu en við og ljóst að þessi leikur yrði virkilega erfiður en menn leggja sig alltaf fram um að vinna þessa leiki gegn nágrannaliðinu.
Leikurinn byrjaði fjöruglega og ljós að við ætluðum að leggja allt í þennan leik, menn að berja frá sér varnarlega en því miður vorum við ekki að spila góða vörn. Mér fannst við ekki ráða mikið við andstæðinginn og þeim gekk vel að skora. Að sama skapi gekk okkur ágætlega sóknarlega en samt pínu óðagot sem kom okkur í koll. Staðan eftir 15 mín. 9-7.
Leikurinn var hraður og það gekk mikið á, dómara leikisins með lítl tök á leiknum. Við náðum samt að hanga í þeim, við börðust og reyndum að gera hvað við gátum. Staðan í hálfleik 15-13.
Ekkert yfir baráttunni að kvarta, við lögðum okkur fram en varnarlega vorum við ekki alveg að ráða við verkefnið, markvarslan ekki nógu góð en Viktor að taka nokkra góða bolta. Sóknarlega voru við ágætir en að reyna erfiða hluti og oft ekki sérlega vel grundaða.
Ljóst að við þyrftum að spila síðari hálfleikinn af krafti en aðeins meiri yfirvegun og velja færin betur.
Við misstum svo aðeins tökin á þessum leik, voru ekki að spila nógu vel og leikurinn ekki skemmtilegur á að horfa. Þetta var ekki að gang upp hjá okkur, staðan eftir 45. mín. 26-21.
Við reyndum hvað við gátum og tókum þátt í þessum leik allt til loka, allir að gera sitt besta en fallegt var það ekki, leiðindarbrot hjá báðum liðum og bara ekki skemmtilegur bragur á þessum leik.
Lokatölur 34-28.
Það vantaði mikið í okkar leik í dag, við voru of æstir, höfðum enga stjórn á okkar leik og náðum ekki að vinna saman sem lið. Það var einhver spenna í mannskapnum sem við náðum ekki að stjórna. Varnarlega réðum við ekki við verkefnið, sóknarleikur okkar köflóttur og markvarslan í stíl við okkar varnarleik. Þurfum að ná betri stjórn á okkur sjálfum, það vantar yfirvegun og ró. Þorgeir, Bjarki og Valdi fínir, Gauti og Aron með fína spretti en aðrir áttu langt í land.
Annars skrifast þessi leikur og hvernig hann spilaðist á dómara leiksins sem voru virkilega slakir og ljóst að þeir vorum ekki undirbúnir fyrir þennan leik. Ekki boðlegt að hafa þetta svona í efstu deild og ef menn eru á því að eftirlitsmaðurinn geri gagn þá hlýtur hann að skrifa þeim pistilinn eftir þess þennan leik. Getum ekki boðið upp á svona leiki, bara ekki gott fyrir handboltann.
Næsti leikur er bikarleikur á fimmtudag gegn Selfoss á heimavelli í Safamýrinni, þar þurfum við á bullandi stuðningi að halda og hvetjum alla FRAMarar til að mæta og styðja strákana. Sjáumst í fimmtudag.
ÁFRAM FRAM