fbpx
Valdi gegn Selfoss

Bikardraumurinn úti í rosalegum leik

Það var hápenna lífshætta í Safamýrinni í kvöld þegar strákarnir okkar mættu Selfoss í 16 liða úrslitum Coca Cola bikarsins.  Fín mæting og góð stemming í húsinu, fullkominn blanda fyrir góðan handboltaleik.

Fyrri hálfleikur var okkar, við vorum mjög góðir lengi framan af og sóknarleikur okkar gekk að mestu vel, alltaf inn á milli óyfirvegaðar ákvarðanir en í heildina fínn hálfleikur.  Viktor að verja ágætlega og það munar mikið um það.  Leikurinn hraður og vel tekist á en alls ekki grófur.  Flottur leikur hjá okkar mönnum, yfir allan tímann, staðan í hálfleik 16-14.

Algjörlega ljóst að þessi leikur yrði spenna til loka.

Við byrjuðum ekki eins vel í síðari hálfleik og þeir náðu að jafna leikinn en við náðum að vera yfir í leiknum fram á 52 mín. þegar þeir komust yfir í fyrsta sinn.  Við vorum svo að elta, það sem eftir var en munurinn aldrei nema mark til eða frá.  Þeir komust svo yfir þegar um 30 sek. voru eftir við fengum fína sókn þar sem Arnar Snær lét verja frá sér í dauðafæri en klárlega slegið í Arnar og þar hefðum við átt að fá víti, rautt fyrir brot á loka mínútu leiksins og möguleika á því að jafn, Selfoss einum færri í framlengingu ? Það gerðist ekki og við töpum þessu leik 31-32 sem var gríðarlega sárt.

Við vorum góðir í þessum leik en það gefur stundum ekkert sér í lagi í bikarnum.  Margir að spila vel en við þurfum að halda út, Gauti og Viktor góðir í fyrri hálfleik en náðum ekki að halda út, það þarf að laga.  Aðrir leikmenn að leggja sig fram en það dugði því miður ekki og þetta var bara svekkjandi tap.
Allir okkar leikmenn fá klapp á bakið fyrir frammistöðu kvöldsins, vel gert drengir.

Dómarar leiksins féllu á prófinu, gerðu sitt besta en eiga augljóslega langt í land ætluðu að taka hart á málum en misstu tökin mjög fljótlega og toppuðu sig svo með því að þora ekki að dæma í loki.

Nú þýðir ekkert að hugsa meira um þennan leik, hann er frá og okkar bíður hörkuleikur á sunnudag. Síðasti leikur fyrir frí, gegn FH á heimavelli.  Hvet alla FRAMara til að mæta og styðja strákana, enda árið með sigri.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!