fbpx
Íþróttalið Reykajvíkur 2018 vefur

Kvennalið FRAM í handbolta valið Besta Íþróttalið Reykjavíkur 2018

Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í gær.  Í tilefni dagsins bauð borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, til móttöku í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 40.sinn sem hátíðin fór fram.
Í ár voru í sjötta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.

Kvennalið FRAM í handbolta var valið  Íþróttaliði Reykjavíkur fyrir árið 2018. Liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu og því kemur þessi nafnbóta kannski ekki á óvart.  Þetta er annað árið í röð sem stelpurnar okkar eru tilnefndar en fyrsta sinn sem FRAM hefur fengið þessa viðurkenningu og erum við gríðalega stolt.  Sannarlega glæsilegt lið sem við FRAMarar eigum.

Til hamingu FRAMarar

ÁFRAM  FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!