fbpx
Aron Gauti gegn FH vefur

Köflótt var það….

Við FRAMarar fengum FH í heimsókn í okkar síðasta handbolta leik á þessu ári.  Ágætlega mætt og jólastemming yfir áhorfendum. Ljóst að þessi leikur yrði erfiður en eftir fínan leik á fimmtudag var spennandi að sjá hvað við myndum gera í kvöld.  Við eru ólíkindar tól þessa dagana.

Leikurinn byrjaði ágætlega en heldur rólegt yfir honum að mér fannst, liðunum gekk illa að skora, langar sóknir en varnarleikur og markvarsla góð.   Við heldur með frumkvæðið, leikurinn ekkert sérstaklega vel leikinn en í járnum og spenna í loftinu.  Staðan eftir 15 mín. 5-4.
Þessi spenna hvarf því miður fljótt, við hreinlega köstum þessum leik frá okkur og skoruðum ekki mark í rúmar 10 mín. sem veit ekki á gott.  Náðum samt aðeins að klóra í bakkan fyrir hálfleik, staðan í hálfleik 8-13.
Bara slakur leikur hjá okkur og gátum þakkað Viktori fyrir að staðan var ekki verri, sóknarleikur okkar algjörlega lamaður og fátt gert af krafti.  Útlitið ekki gott.

Við byrjum síðari hálfleik mun betur, allt annað að sjá liðið og við gengum á lagið, náðum að jafna leikinn eftir rúmar 10 mín.  16-16 og komumst yfir 19-18 eftir 15 mín.  Fínn bragur á okkar leik.
Við náðum að komast yfir tvö mörk þegar um 12 mín. voru eftir 22- 20, en vorum ótrúlega fljótir að tapa því niður. Það má segja að þar hafi leikurinn runnið úr okkar höndum.  Við misnotuðum góð færi, gerðum mistök sóknarlega, misstum þá framúr okkur og náðum aldrei að vinna þann mun upp.
Lokatölur 25-27. Ferlegt að spila ekki betur úr þessum leik.

Enn og aftur frekar súrt tap en leikur okkar í kvöld var of kaflaskiptur til þessa að við ættum  möguleika á sigri. Mjög erfitt að vinna leiki þegar spilamennskan er svona út og suður, okkur vantar stöðugleika, yfirvegun og klókindi.  Viktor var mjög góður í dag, Siggi og Andri Heimir góður en aðrir bara í meðallagi.  Við verðum að fá meira og stöðugra framlag frá fleiri leikmönnum til að vinna sigra.

Ég er alveg sannfærður um að þetta lið getur meira og á töluvert inni, við þurfum að nota fríið til að berja okkur saman, finna taktinn og þá getum við unnið hvaða lið sem er.  Nú er bara að nota fríið vel, koma hópnum í stand, vinna vel og mæta fullir sjálfstraust á parketið í febrúar.  Út með kassan drengir, takk fyrir árið og Gleðileg jól.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!