Markvörðurinn reyndi Daði Lárusson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari FRAM.
Daði lék á sínum tíma 182 leiki í efstu deild, 20 Evrópuleiki og samtals vel á fjórða hundrað meistaraflokksleiki. Hann lék lengst af með FH og varð fimm sinnum Íslandsmeistari með félaginu og einu sinni bikarmeistari. Þá lék Daði 3 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Ásamt því að þjálfa markmenn meistaraflokks FRAM mun Daði koma að þjálfun markmanna í yngri flokkum félagsins.
Knattspyrnudeild FRAM býður Daða velkominn til starfa.