fbpx
Steinunn III vefur

Steinunn Björnsdóttir var í dag valinn  íþróttamaður FRAM 2018

Steinunn Björnsdóttir var í dag valinn  íþróttamaður/kona FRAM 2018.

Steinunn er fædd árið1991, er uppalin í FRAM  og spilaði upp alla yngri flokka Fram.

Steinunn hóf að leika með meistaraflokki Fram veturinn 2009 – 2010 og hefur nú leikið hátt í 300 leiki með meistaraflokki Fram.

Steinunn var í barneignarfrí fyrri part síðasta keppnistímabil.  Hún átti stúlku um miðjan desember 2017, en hún var engu að síður mætt til leiks í fyrsta leik meistaraflokks eftir áramótin 2017/2018, þann 14. janúar.  Steinunn hefur síðan þá varla misst úr leik með meistaraflokki og verið lykil leikmaður í kvenna liði FRAM sem varð Íslands- og bikarmeistari árið 2018.

Steinunn hefur átt sæti í landsliði Íslands og á að baki alls 23 landsleik.

Steinunn er fyrirmyndarleikmaður og FRAMari.  Leggur sig alltaf 110% fram á æfingum, í leikjum og dregur aðra leikmenn með sér.  Leikmaður sem gerir samherja sína að betri.

Steinnunn er góður fulltrúi þess fyrirmyndarhóps leikmanna meistaraflokks kvenna hjá Fram sem urðu bæði Íslandsmeistarar og bikarmeistarar á síðasta vori.

Þetta er í annað sinn sem Steinunn er valinn íþróttamaður/kona FRAM en hún var einnig valinn árið 2016

Til hamingju Steinunn Björnsdóttir

ÁFRAM FRAM

P.s Myndir úr hófinu  í dag er hægt að sjá á  http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!