Í gærkvöldi tók Fram á móti Liði HK í Olís deild kvenna. Fram var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar en HK í því sjöunda.
Fram byrjaði leikinn örlítið betur en hann jafnaðist fljótlega og þegar um 10 mínútur voru eftir af hálfleiknum var staðan 9 – 9. Þá hættu bæði lið nánast að skora. Það gekk þó örlítið betur hjá Fram og hálfleikstölur voru 11 – 9.
Þessi munur tvö til þrjú mörk hélst fram eftir seinni hálfleik en síðan fór Fram að síga fram úr og var komið með sjö marka forustu um miðjan hálfleikinn, þökk sé nokkrum mörkum sem komu eftir hraðaupphlaup. Eftir það var leikurinn í nokkru jafnvægi þó að Fram héldi heldur áfram að bæta við. Lokatölur 31 – 22. Öruggt í lokin.
Vörnin var að standa vel lengst af leiknum og Erla Rós sem stóð í markinu lengst af varði ágætlega.
Sóknarleikurinn gekk einnig ágætlega og það komu mörk frá öllum stöðum á vellinum.
Í heildina mjög góður sigur á ungu og spræku liði HK.
Mörk Fram skoruðu:
Steinunn 6, Ragnheiður 5, Sigurbjörg 5, Harpa María 4, Þórey 4, Unnur 3, Hildur 3 og Lena Margrét 1.
Erla Rós varði 12 skot og Heiðrún Dís 1.
Næsti leikur Fram er á móti ÍBV næstkomandi laugardag og næsti heimaleikur Fram er síðan þriðjudaginn 28. janúar gegn KAÞór
Áfram Fram
Hér eru flottar myndir úr leiknum http://frammyndir.123.is/pictures/