fbpx
Heiðrún gegn UMFA vefur

Öruggur sigur í eyjum

Stelpurnar okkar í handboltanum mættu ÍBV í Olísdeildinni í dag, leikurinn átti að fara fram í gær en það náðist ekki og því var leikið í dag.
Aldrei á vísan að róa þegar leikið er í Vestmannaeyjum.

Leikurinn var jafn framan af, jafnt á flestum tölum en við tókum svo frumkvæðið og vorum yfir 6-8 eftir 15 mín.  Við náðum samt ekki að hrista þær af okkur fyrr undir lokin með góðum kafla. Staðan í hálfleik 12-17.
Sóknarleikur okkar að mestu góður, varnarleikurinn þéttur og Heiðrún kom inn með fína markvörslu sem hjálpaði mikið.

Síðari hálfleikur var bara góður, við bættum í en slökuðum svo aðeins á og þær náðu að minnka muninn í þrjú mörk. Það varði ekki lengi og við klárum þetta leik af miklu öryggi. Í raun áttu þær aldrei möguleika nema þegar við nýttum ekki færin og slökuðum aðeins um of á.
Lokatölur í dag 23-31.

Við vorum bara flottar í dag, almennt voru leikmenn að spila vel, munar miklu að fá bæði Karen og Sigurbjörgu aftur inn í liði sem gefur meiri möguleika sóknarlega. Ragnheiður góð í dag og Steinunn eins og vanalega mjög góð. Varnarlega vorum við mjög fínar og Heiðrún var að verja mjög vel í þessum leik, sem gerði algjörlega gæfumuninn í dag.

Flottur leikur og góður útisigur á erfiðum útivelli. Vel gert stelpur.

Næsti leikur er eftir rúma viku á heimavelli þegar við fáum KA/Þór í heimsókn.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!