Stelpurnar okkar mættu KA/Þór á heimavelli í Olísdeildinni í kvöld. Ljóst að um hörkuleik yrði að ræða, norðan stelpur í milli framför í vetur en við áttum harma að hefna því við töpuðum fyrir þeim á Akureyri.
Leikurinn byrjaði ágætlega, við mun betri lengi framan af en vorum sjálfum okkur vestar, gáfum mikið af fráköstum og fórum illa með góða möguleika sóknarlega. Við vorum samt með góð tök á leiknum í stöðunni 12-7, hugsanlega átt að vera mun meira yfir ? En þá hrökk bara allt í baklás, við skoruðum ekki mark í sennilega 10 mín. og þær komust yfir í 12-13. Það bara gekk ekkert hjá okkur á þessum kafla. Staðan í hálfleik 14-14.
Mjög fínar 15 mínútur en svo gerðist ekkert, mjög sérstakt að fylgjast með okkar liði. Ljóst að við þyrftum að spila af fullum krafti í 30 mín. í þeim síðari.
Síðari hálfleikur byrjaði bara vel, við þéttum varnarleikinn og náðum að loka á línuspil norðan kvenna, sóknarlega gerðum við færri mistök og tókum aftur frumkvæðið í leiknum. Staðan eftir 40 mín. 20-18.
Við spilum góða vörn og þar skildi á milli auk þess sem Karen og Hildur komu meira inn í leikinn.
Staðan eftir 50 mín. 27-22.
Við kláruðum svo þennan leik mjög sannfærandi, lokatölur 31-24.
Þessi leikur var bara mjög erfiður, norðan liðið var á köflum að spila mjög vel og gerðu okkur lífið leitt.
Það var varnarleikur okkar sem vann þennan leik, hann var góður í 45 mín. Sóknarlega voru við mjög fínar og mér fannst við hafa yfirburði á því sviði fengum alltaf færi en voru stundum klaufar. Markvarslan var köflótt en margar fínar vörslur.
Nú vitum við ekki við hvern við spilum næst, verið að raða upp 3. umferðinni en þetta skýrist mjög fljótlega. Leikur í næstu viku, sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM
Fullt af myndum út leiknum hérna http://frammyndir.123.is/photoalbums/289299/