fbpx
Viktor gísli vefur

Slakur leikur fyrir norðan í Olísdeild karla

Jæja strákarnir okkar mættu loks til leiks í Olísdeildinn eftir mjög langt frí, alltaf áhugavert að sjá hvernig liðin mæta til vinnu eftir nýtt undirbúningstímabil.   Vel mætt fyrir norðan og KA heimilið alltaf vinalegur staður til að spila handbolta, mikil saga í þessu húsi.

Leikurinn byrjaði ágætlega, en algjörlega ljóst að liðið voru ekki að finna taktinn og haustbragur á leiknum.  Við vorum frekar ryðgaðir sóknarlega, náðum ekki að leysa varnarleik norðanmanna en við vorum bara alltof hægir, því um leið og við náðum að hreyfa þá þá, komu opnanir.  Ekki okkar besta byrjun. Staðan eftir 15 mín.  7-5.
Leikurinn þróaðist áfram á svipuðum nótum, við bara ekki að finna taktinn í þessum leik, hvorki sóknarlega né varnarlega.  Reyndum 6-0 og 5-1 en hvorugt gekk vel.
Staðan í hálfleik 14-11.

Ljóst að við þyrftum að gera mun betur í þeim síðari og mér fannst vanta stemmingu í okkar lið.

Síðari hálfleikur byrjaði svo skrautlega, ekki mikið að gerast í byrjun, við dálítð úti á þekju og leikurinn skrautlegur.  Okkur gekk ekkert að skora en varnarleikurinn betri, handboltinn ekki á háu plani.
Staðan 17-13 eftir 45 mín.  Mér fannst við skíthræddir við að skjóta á markið og hik í öllum okkar aðgerðum.

Leikur okkar batnaði ekki mikið, ágætir varnarlega en sóknarlega vorum við mjög ragir og ekkert sjálfstraut í okkar mönnum. 20-18 eftir 55 mín.  Við tókum svo smá séns eftir að við vorum búnir að mála okkur út í horn. Niðurstaðan mjög slæmt tap, 24-18.

Við náðum bara aldrei takti í þessum leik og enginn að spila vel, Ægir með 8 eða 9 varinn, Viktor varði vel á köflum með 12-14 bolta, sennilega okkar besti maður.
Aðrir vorum bara ekki góðir og ljóst að við þurfum að leggja meira í okkar leik.  Margir hreinlega ekki með í dag og það þýðir ekkert að vera farþegar á bát, þeir þurfa að kaupa sig inn.  Lýsi eftir betri leik í næstu viku en þá mætum vð Haukum á heimavelli.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!