Í gærkvöldi lék meistaraflokkur kvenna fyrsta leikinn í þriðju umferð OLÍS deildarinnar og það við HK. Það er stutt síðan síðast var spilað við HK eða 15. janúar s.l. og þá vann Fram nokkuð örugglega 31 – 22.
Fram byrjað leikinn í gær af krafti og náði strax nokkurra marka forustu 7 – 4 eftir um það bil 10 mínútur. Munurinn hélt síðan áfram að aukast og var orðin 9 mörk í hálfleik eða 18 – 9.
HK stelpur komu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka munin svolítið, því eftir um 10 mínútur var staðan orðin 21 – 13. Fram jók þá aftur við og sigraði að lokum örugglega 31 – 20.
Varnaleikurinn í leiknum var oft á tíðum til fyrirmyndar sem skilaði sér í hraðaupphlaupum og auðveldum mörkum, en Fram nýtti ein 9 hraðaupphlaup eða hraða miðju í leiknum.
Sóknarleikurinn var einnig að ganga ágætlega lengst af sem skilaði oft á tíðum góðum opnunum og mörkum.
Í heild ágætisleikur.
Erla Rós stóð í markinu lengstan hluta leiksins og varði alls 12 skot. Sara Sif kom inná í lokin og varði 2 skot.
Mörk Fram skoruðu; Ragnheiður 7, Karen 6, Steinunn 6, Þórey Rósa 4, Lena Margrét 2, Sigurbjörg 2, Harpa María 1, Unnur 1, Elva Þóra 1 og Hildur 1.
Næsti leikur Fram er á móti ÍBV í Safamýrinni þriðjudaginn 12. febrúar n.k. kl. 18:30
ÁFRAM FRAM
Myndir úr leiknum http://frammyndir.123.is/pictures/