fbpx
Siggi gegn val vefur

Tap á heimavelli í Olísdeild karla

Strákarnir í handboltanum mættu Haukum í Olídeildinni í kvöld, alveg þokkalega mætt en oft verið meira fjör í húsinu.  Mikilvægur leikur fyrir bæði lið en það er svo sem hægt að segja um alla leiki okkar fram á vor.
Leikurinn byrjaði svona þokkalega ekkert meira, við ekki nægjanlega beittir hvorki í vörn né sókn.  Staðan eftir 15 mín. 6-10.  Alltof mikið að fá á sig 10 mörk á 15 mínútum.
Þetta var munurinn út hálfleikinn við náðum aðeins að hanga betur í þeim, sóknarlega  en vörn og markvarsla engan veginn nægjanleg í þessum hálfleik.  Staðan í hálfleik 11-15.

Síðari hálfleikur byrjaði mjög vel við náðum 5-1 kafla, bullandi stemming í liðinu og við búnir að jafna leikinn eftir rúmar 6 mín. 16-16.  Í framhaldinu vorum við bölvaðir klaufar, fórum illa með góð færi, dauðfæri, sem kom í veg fyrir að við næðum að komast yfir.  Staðan eftir 45 mín. 18:18.  Vörnin að standa vel og Viktor tók góða bolta.
Við náðum að komast yfir einu sinni í leiknum, leikurinn jafn en lítið skorað.  Við misstum þá svo framúr okkur og það var bara ekki tími til að ná því upp aftur.  Niðurstaðan fúlt tap 23-26.

Við vorum enn og aftur sjálfum okkur verstir, varnarleikur okkar slakur í fyrri hálfleik en fínn í þeim síðari, sóknarlega voru við mistækir og það vantar betra flæði í okkar leik.  Sendingar er oft út og suður sem tekur taktinn úr sóknarleiknum.  Mér fannst við líka alltof æstir þegar á leikinn leið sem kom okkur í vandræði og leiddi til neyðarskota sem gengu ekki upp.   Ég taldi 7 varin skot í þessum leik sem er bara ekki nægjanlegt til að vinna leiki.  Þurfum að ná meiri heildarbrag á okkur leik í 60 mín.

Sigurður Þorsteins og Ægir okkar bestu menn í kvöld en aðrir þurfum að sýna meira en kafla.  Nú þurfum við að berja okkur saman og mæta algjörlega 100% tilbúnir, upp með hausinn drengir.

Næsti leikur er upp á líf eða dauða gegn Akureyri f. norðan eftir slétta viku.  Það verður spennandi að fylgjast með þeim leik.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!