fbpx
Ragnheiður gegn ÍBV vefur

Glæsilegur sigur í Safamýri

Stelpurnar okkar mættu ÍBV í Olísdeild kvenna í kvöld, mikilvægur leikur gegn einu af toppliðum deildarinnar.  Töpuðum gegn ÍBV  þegar við mættum þeim í Safamýrinni síðast og því mikilvægt að kvitta fyrir það tap.

Leikurinn í dag byrjaði svona sæmilega, pínu flumbrugangur á okkar liði sóknarlega í byrjun en varnarleikur okkar góður.  Við spíttum svo í sóknarlega, sýndum bara fínan leik og náðum ágætri forrustu. Staðan eftir 15 mín. 10-6.
Þessir munur hélst svo næstu mínútur, við fengum töluvert af möguleikum til bæta við mörkum sem við nýttum ekki vel, áttum að gera betur. Varnarleikur okkar að mestu til fyrirmyndar sem skapaði mikið af þessu tækifærum. Við bættum svo bara í jafnt og þétt, uppstilltur sóknarleikur okkar að ganga vel upp.
Frábær hálfleikur hjá okkar stelpum. Staðan í hálfleik 20-10.

Virkilega sannfærandi leikur hjá okkar stelpum og lokakafli hálfleiksins stórskemmtilegur.

Síðari hálfleikur byrjaði dálítð eins og sá fyrri  pínu kæruleysi í okkar leik að mér fannst. Við vorum samt ekkert að fara að tapa þessum leik og náðum fljótlega áttum.  Svo kom aftur slæmu kafli þar sem við voru að gera mistök sem ég skrifa á kæruleysi.  Staðan eftir 45 mín.  28-19.
Við að gera töluvert af flottum mörkum þrátt fyrir allt.
Þessi leikur var aldrei í hættu, við höfðum hann algjörlega í okkar höndum frá upphafi til enda, sveiflaðist samt aðeins eftir því hvað við lögðum mikið á okkur. Virkilega flottur leikur sem endaði 39-27.

Verð bara að hrósa stelpunum fyrir þettan leik, þær voru bara virkilega flottar á öllum sviðum handboltans.  Varnarleikurinn mjög góður á löngum köflum, sóknarleikurinn flaut vel og við gerðum mikið af virkilega góðum mörkum. Markmenn okkar að verja alveg príðilega.  Sem sagt flottur leikur og við virkilega sannfærandi í þessum leik.  Vel gert stelpur.

Næsti leikur er bikarleikur, leikur um það hvort við komumst í Höllina enn eitt árið. Við mætum þá Selfoss á þeirra heimavelli mánudaginn 18. feb. og hvet ég alla FRAMara til að skella sér austur fyrir fjall og styðja stelpurnar okkar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!