fbpx
Þórey gegn Selfoss vefur

Öruggur sigur og stelpurnar okkar komnar í Höllina

Stelpurnar okkar í handboltanum sóttu Selfoss heim í 8 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld.  Eins og gefur að skilja gríðarlega mikilvægur leikur því sigur tryggir sæti í „final four“ helginni í Laugardalshöll.  Það eru leikir sem öll lið vilja komast í og mesta handboltahátið hvers árs.
Við töpuðum eftirminnilega gegn Selfoss í deildinni í vetur, ljóst að það mætti ekki gerast aftur, því var spenna í okkar liði fyrir þennan leik og smá pressa

Það var aðeins skjálfti í okkar liði til að byrja með sóknarlega, tókum þessa hefðbundnu tækifeila en varnarleikinn kunnum við að spila og þar gáfum við ekkert.  Það skilaði góðum mörkum og við gengum örugglega á lagið.  Við tókum reyndar alveg völdinn á vellinum og staðan eftir 15 mín. 1-11.
Það var bara eitt lið á vellinum og þrátt fyrir að við værum að gera slatta af mistökum þá vorum við miklu betra liðið á öllum sviðum leiksins.  Staðan í hálfleik 5-17.
Fátt hægt að segja annað en að komast bara ómeiddar frá þessum leik og reyna að fækka tæknifeilum. Við vorum með 8 tapaða bolta í fyrri hálfleik og markmenn Selfoss með slatta af vörðum boltum.

Síðari hálfleikur byrjaði svo pínu skrautlega, við að gera marga skrítna hluti og ekki gengu þeir allir upp.  Varnarleikur okkar samt fínn að mestu, við samt að gera tilraunir sem við gerum ekki venjulega.
Staðan eftir 45 mín. 13-26.
Við kláruðum svo þennan leik, ekkert meira um það að segja, leikurinn algjörlega í okkar höndum frá upphafi til enda.  Lokatölur á Selfossi í dag 22-34.

Flottur leikur hjá okkar stelpum og úrslitin ráðin í dag eftir 30 mín.  Varnarleikur okkar til fyrirmyndar í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik eftir því.  Síðari hálfleikur var svo bara eins og svona leikir verða stundum, hefði viljað sjá okkur gera betur en það skiptir í raun engu í bikarnum.
Frábært að vera kominn í Höllina og það skiptir öllu.  Vel gert.

Til hamingju FRAMarar og sjáumst á dúknum í mars.

ÁFRAM FRAM

Kíkið á myndir úr leiknum hérna http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!