fbpx
Andri gegn Selfoss vefur

Gríðarlega mikilvægur sigur á Akureyri

Strákarnir okkar í handboltanum sóttu Akureyri heim í Olísdeildinni í dag.  Gríðarlega mikilvægur leikur þar sem við hreinlega urðum að fá stig.  Akureyri í svipaðri stöðu og því ljóst að þessi leikur yrði krefjandi fyrir okkar menn.  Mjög illa mætt á leikinn og eitthvað dauf stemming yfir norðanmönnum í dag. En það heyrðist vel í strákunum okkar  í U liði FRAM sem voru á pöllunum.

Leikurinn fór heldur rólega afstað, pínu klaufagangur á okkur en mér fannst stemming í liðinu, menn að fagna hvor öðrum sem var jákvætt.  Þessi stemming fór svo að skila mörkum og varnarleikurinn að þéttast. Staðan eftir um 15 mín. 5-10.  Okkur gekk nokkuð vel að skora mörk þrátt fyrir pínu hökt í sóknarleiknum.
Við náðum að bæta við þessa forrustu í 5-12 og 7-14,  voru áræðnir sóknarlega og varnarlega vorum við nokkuð þéttir. Náðum ekki alveg að fylgja þessum fína kafla eftir, nýttum ekki góð tækifæri og þeir gengu á lagið og settu á okkur fjögur mörk í röð.  Við náðum að laga stöðuna aftur en svo kom áfall, Þorsteinn Gauti fékk rautt fyrir lítið að mér fannst, vont að missa Gauta út úr leiknum svona snemma.  Staðan í hálfleik 13-17.

Við höfðum góð tök á þessum leik lengi vel en náðum ekki að halda alveg út.  Synd að nýta þetta ekki betur og ljóst að síðari hálfleikur yrði erfiður.

Við byrjuðum síðar hálfleikinn eins og þann fyrri, ekki að taka réttar ákvarðanir sóknarlega en að standa vörnina og Viktor að verja. Mörkin fóru svo að detta og staðan góð 13-20.
Aftur náðum við ekki að fylgja þessum kafla nógu vel eftir, fórum illa með færin og ekki nógu klókir sóknarlega.  Við samt með leikinn í okkar höndum, staðan eftir 45 mín. 19-23.

Við létum svo leikinn opnast upp á gátt, nýttum ekki góð færi og sváfum á verðinum varnarlega, 21-23.
Leikurinn var svo bullandi spennandi, við að ná að halda þessu í tveim til þremur mörkum en ekki að spila vel sóknarlega.  Lárus Helgi að taka mikilvæga bolta sem hjálpaði gríðarlega.
Við náðum svo að klára þennan leik og það er það sem skiptir máli, við unnum og um það snýst málið.
Sigur gegn Akureyri 26-28.  Frábært FRAMarar

Ég var bara orðinn virkilega stessaður undir lok þessa leiks, við vorum bara ekki nógu sannfærandi og ljóst að það var spenna í liðinu.  Við kláruðum þetta verkefni og fyrir það fá strákarnir mikið hrós. Mér fannst við leggja allt í leikinn og það skilar alltaf árangri.  Gríðarlega mikilvægur sigur og tvö góð stig.

Vel gert strákar og nú er að hvíla sig vel því næsti leikur er á fimmtudag og það er annar úrslitaleikur, gegn Gróttu á nesinu.  Njótið heimferðarinnar og sjáumst á nesinu.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!