Í gærkvöldi skellti meistaraflokkur Fram sér í Garðabæin til að leika við Stjörnuna í 17. umferð OLÍS deildar kvenna.
Fram lenti fljótlega undir í leiknum og var að elta forskot Stjörnunnar sem var að vísu yfirleitt ekki nema 1 – 2 mörk. Upp úr miðjum hálfleiknum var staðan 11 – 11. Stjarnan seig aftur framúr og hafði yfir 17 – 15 í hálfleik.
Heldur mikið að fá á sig 17 mörk í einum hálfleik.
Síðari hálfleikur byrjaði mikið betur. Vörnin að standa betur. Stjarnan gerði bara 5 mörk á fyrstu 20 mínútum í seinni hálfleik meðan Fram gerði 10 mörk og staðan því orðin 22 – 25 fyrir Fram. Stjarnan gerði síðan áhlaup undir lok leiks en Fram stóð það af sér og sigraði með einu marki 28 – 29.
Varnarlega var þessi leikur svart og hvítt milli fyrri og seinni hálfleiks. Vörnin mun betri í þeim seinni og fékk þá bara á sig 11 mörk.
Sóknarlega gekk ekkert of vel. Fram skoraði mikið úr hröðum upphlaupum og hraðri miðju. En uppstillt sókn hefur oft gengið betur.
Markvarslan var þokkaleg. Erla Rós var með 6 skot varin og Sara Sif 7 skot varin.
Í heild mjög góð tvö stig í baráttunni í deildinni en ekki okkar besti dagur. En sigur er sigur og því ber að fagna.
Mörk Fram skoruðu: Ragnheiður 9, Steinunn 5, Karen 5, Þórey Rósa 4, Hildur 3, Unnur 2 og Elva Þóra 1.
Næsti leikur er síðan aftur leikur við Stjörnuna, þann 7. mars n.k. í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, þar þurfa allir Framarar að mæta
Áfram Fram