fbpx
Sigurvegarar vefur

Sætur sigur í Olísdeild karla

Strákarnir okkar í handboltanum léku gríðarlega mikilvægan leik gegn Gróttu í Olísdeildinni í kvöld.  Það var vel mætt af okkar fólki, gaman að sjá þegar stuðningsmenn svara kallinum og fjölmenna til að styðja sitt lið.  Bullandi stuðningur frá fyrstu mínútu og stuðningur allan tímann, vel gert FRAMarar.

Leikurinn byrjaði vel og var fyrri hálfleikur bara nokkuð góður, við tóku strax frumkvæðið, lékum sterka vörn ásamt því að Viktor var að verja vel.  Sóknarlega gekk ekkert sérlega vel að nýta færin og við pínu klaufar.  Staðan eftir 15 mín. 5-6.
Við lékum svo vel út hálfleikinn, vörn, markvarsla og sóknarleikur að ganga vel og sjaldan sem við sjáum alla þessa þætti vinna saman í okkar leik. Þetta skilaði auknu forskoti og staðan í hálfleik 8-13.
Toggi og Viktor mjög flottir í þessum hálfleik.

Síðari hálfleikur byrjaði bara vel, við bættum í og staðan eftir 40 mín. 12-18.  Svo kom vondur kafli og við skoruðum ekki í c.a 10-12 mín. og kominn skjálfti í stuðningsmenn okkar.  En strákarnir risu aftur upp, mörkin fóru að detta og öruggur sigur í höfn. Lokatölur 18-24. Kláruðum leikinn með sóma.

Margt gott um þennan leik að segja, varnarleikur okkar góður allan leikinn, Siggi, Svavar og Ægir mjög góðir.  Sóknarlega vorum við góðir á köflun, þegar við stilltum upp, spiluðum kerfin af yfirvegun og gerðum svo árásir, þá gekk vel. En því miður erum við of oft að flýta okkur og taka rangar ákvarðanir, þetta þurfum við að laga. Þarna erum við sjálfum okkur verstir.
Viktor Gísli var frábær í kvöld, hélt okkur inni í þessum leik og varði bara gríðarlega vel.   Gaman að sjá drenginn spila svona vel og þurfum meira af þessu Viktor.

Virkilega vel gert drengir og það var gaman á nesinu í kvöld, næsti leikur verður heima 17. mars. En þangað til ætlum við að setja alla okkar orku í að styðja stelpurnar í bikarnum.  Sjáumst í Hölinni.

Vel gert FRAMarar, stuðningsmenn og leikmenn.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!