fbpx
Bjarki og Hlynur vefur

FRAM stóð sig vel á fyrsta bikarmóti ársins í Taekwondo

Fyrsta bikarmót ársins var haldið í herbúðum Ármanns nú um helgina. Um 20 iðkendur á öllum aldri kepptu fyrir Fram að þessu sinni, ýmisst í tækni, bardaga eða bæði. Allir stóðu sig með prýði og fór þar Bjarki Kjartansson fremstur í flokki og sigraði hann bæði í keppni einstaklinga í tækni og í bardaga í sínum flokkum auk þess að hampa fyrsta sætinu í hópa poomsae með félögum sínum þeim Jenný og Hlyn. Félagið rakaði inn verðlaunum og hlaut 81 stig eða þriðja besta árangur helgarinnar og situr í fjórða sæti í bikarmótaröðinni.

Þetta var þó ekki fyrsta mót ársins og hefur deildin haft í nógu að snúast það sem af er árinu.
Félagið átti tvo keppendur á Norðurlandamótinu sem haldið var í upphafi árs og varð Hulda Dagmar norðurlandameistari í poomsae í sínum flokki.
RIG, eða Reykjavík International games, var svo haldið í byrjun febrúar. Að þessu sinni var RIG opið iðkendum á öllum aldri og öllum getustigum og átti deildin því fjölda keppenda þar sem almennt stóðu sig vel. Keppni á mótum eins og RIG er örlítið frábrugðin keppni á öðrum mótum og gríðarlega góð reynsla og ánægjulegt að sjá hvað keppendur félagsins stóðu sig vel, bæði í tækni og í bardaga.

Það er mikill uppgangur hjá deildinni, bæði er varðar iðkenda fjölda og árangur á mótum. Nú í mars verður Íslandsmeistrara mótið í bardaga og verður spennandi að fylgjast með okkar fólki þar, enda er markmiðið að landa þar nokkrum titlum.

Stjórn Taekwondodeildar Fram.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0