fbpx
Fáninn vefur

Ekki gekk það

Við mættum aftur í Höllina í dag og nú lékum við til úrslita í Coca Cola bikarnum gegn nágrönnum okkar að Hlíðarenda.  Gríðarlega vel mætt á leikinn, stemming í stúkunni og stuðningsmenn FRAM  algjörlega til fyrirmyndar. Ég þreytist ekki á því að segja hvað ég er stoltur af því að vera FRAMari og fá þennan stuðning þegar við þurfum á því að halda.  Vel gert FRAMarar, þið eruð lang flottastir.

Leikurinn byrjaði ekki vel, spennustigið ekki rétt hjá okkar liði og við ekki að ná takti í byrjun.  Við náðum svo vopnum okkar og spiluðum vel mestan hluta hálfleiksins.  Náðum samt ekki að halda út og vorum undir í hálfleik 11-13.
Við ekki alveg sannfærandi í þessum hálfleik og ljóst að við þyrftum að ná toppleik í þeim síðari.

Síðari hálfleikur byrjaði svo skelfilega okkur gekk ekkert að skor og það veit ekki á gott. Gerðum tvö mörk á fyrstu 15 mín. leiksins og þar töpuðum við þessum leik. Við áttum aldrei möguleika eftir þessa byrjun og niðurstaðan svekkjandi tap, 21-24.

Það var margt sem gekk ekki vel í dag og því miður náðum við okkur aldrei á skrið.  Í svona leikjum þurfa allir að skila sínu og helst aðeins meira en þetta var ekki okkar dagur.  Markmenn okkar samt fínir í heildina.  Erfitt að sætta sig við svona leiki, en við erum samt stoltir af okkar stelpum og lífið heldur áfram.  Upp með hausinn stelpur, takk fyrir bikarhelgina og sjáumst á þriðjudag.

ÁFRAM FRAM

Minni á tvo bikarúrslita leiki yngri flokka á morgun í Laugardalshöll, þar verða allir að mæta og styðja okkar ungu og flottu  handbolta lið.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!