Þann 20. mars nk. heldur A landslið kvenna til Póllands þar sem liðið tekur þátt í 4 landa móti í Gdansk við Eystrasaltið. Eru þessir leikir liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir umspilsleikina gegn Spánverjum um mánaðarmótin maí/júní en þar er í húfi laust sæti á HM í Japan næsta vetur.
Leikjaplan íslenska liðsins:
22. mars kl. 16.15 ÍSLAND – Pólland
23. mars kl. 19.30 ÍSLAND – Angóla
24. mars kl. 17.30 ÍSLAND – Slóvakía
*ATH íslenskir leiktímar
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga þrjá leikmenn í þessum landsliðshópi Íslands en þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:
Karen Knútsdóttir FRAM
Þórey Rósa Stefánsdóttir FRAM
Steinunn Björnsdóttir FRAM
Ragnheiður Júlíusdóttir FRAM
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM