fbpx
Viktor gísli vefur

Tap á heimavelli í Olísdeild karla

Strákarnir okkar í handboltanum fengum Stjörnuna í heimsókn í Safamýrina í dag, gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem eru að berjast í neðri hluta deildarinnar.  Við þurftum nauðsynlega á þessum stigum að halda og slíta okkur þar með aðeins frá botni deildarinnar.  Það var vel mætt á leikinn og stuðningur við strákana til fyrirmyndar.

Leikurinn í dag byrjaði ekki vel, við ekki alveg klárir í slaginn að mér fannst.  Það var dálítð saga þessa leiks, við náðum okkur bara ekki á strik.  Leikur okkar frekar sveiflukenndur, varnarlega voru við í lagi að mestu þó vantaði meiri ákefð. Sóknarlega vorum slakir í byrjun en náðum ágætum kafla sem skilaði okkur aftur inn í leikinn en héldum ekki út.  Viktor fínn í markinu.  Staðan í hálfleik 10-14.

Ljóst að við þyrftum að gera betur í þeim síðari.

Það gekk ekki eftir, við vorum dálítið á þessum nótum allan leikinn, náðum ekki að láta okkar leik smella saman, það komu kaflar og kaflar en náðum aldrei að tengja góð kafla saman og þeir voru í raun ekki margir.  Við voru sem sé alltaf að elta og náðum ekki að gera þennan leik spennandi. Vorum undir 4-6 mörk allan síðari hálfleik og niðurstaðan 24-29 tap.

Viktor Gísli stóð upp úr í þessum leik, aðrir leikmenn voru því miður ekki á pari í dag, þurfum að spila betur ef við ætlum að vinna leiki.  Þurfum toppframlag frá öllum ef það á að takast, þurfum að ná því í næsta leik.  Næsti leikur er eftir slétta viku gegn ÍR í Austubergi. Sjáumst í Breiðholtinu.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!