Strákarnir okkar í handboltanum sóttu ÍR heim í Austurbergið í kvöld. Enn og aftur mjög mikilvægur leikur fyrir okkur því við þurfum nauðsynlega á öllum stigum að halda eins og er. Það var vel mætt af okkar fólki og fínn stuðningur við strákana allan leikinn. Vel gert FRAMarar.
Við byrjuðum leikinn vel, góð stemming í liðinu strax frá fyrstu mínútu og mér fannst strax ljóst að við ætluðum að gefa allt í leikinn. Það veit á gott og við komnir yfir 1-5 eftir um 10 mín. Varnarleikur okkar ágætur og sóknarleikurinn var að ganga vel, okkur gekk vel að skapa færi og nýta þau. Staðan eftir 15 mín. 6-9. Smá hökt á okkur eftir góða byrjun. Við lékum bara vel út þennan hálfleik, vorum að velja færin, standa vörnina og Viktor kom sterkur inn þegar líða tók á leikinn. Staðan í hálfleik 12-16.
Í heildina fínn leikur og baráttan í liðinu fín.
Síðari hálfleikur byrjaði vel, það var kraftur í okkur, náðum fljótlega að bæta við og staðan eftir 45 mín. 14-21.
Við kláruðum þennan leik nánast án þess að hiksta, það var meiri ró yfir okkar leik en oft áður, völdum færin betur og létum boltan fljóta betur. Bara nokkurð vel gert hjá okkur í kvöld, niðurstaðan sannfærandi sigur 23-28.
Liðið var að spila vel, vörnin að mestu góð, Siggi og Ægir flottir allan leikinn. Sóknarlega voru við fínir að mestu og Gauti líkur sjálfum sér, góður. Viktor Gísli byrjaði rólega en var virkilega góður í dag.
En það var hugarfarið sem stendur upp úr í kvöld, baráttan í liðinu algjörlega til fyrirmyndar og allir sem mættu parketið í kvöld skildu mikið eftir. Flottur leikur og mikilvæg stig í hús.
Vel gert strákar, sjáumst hressir á laugardag, það verður tvenna í FRAMhúsi og bullandi stemming.
ÁFRAM FRAM