fbpx
FRAM - Haukar vefur

FRAM stelpur sterkar á heimavelli

Stelpurnar okkar mættu Haukum í Olísdeildinni á heimavelli í dag. Næstsíðasti leikur okkar í deildinni og sá síðasti á heimavelli.  Tvenna í húsinu, vel mætt og stuðningur á pöllunum enn og aftur til fyrirmyndar. Vel gert FRAMarar.

Leikurinn byrjaði vel, við að leika mjög vel, áttum auðvelt með að skora og varnarleikurinn fínn.  En svo gerðist eitthvað því við skoruðum ekki í 15-17 mín. og þær náðu að jafna og komast yfir.  Við náðum samt að gera tvö síðutu mörkin og staðan í hálfleik 12-11.

Svakalega kaflaskiptur leikur hjá okkar stelpum en allt opið og spenna í húsinu.

Við byrjuðum aftur nokkuð vel, fannst við ná tökum á leiknum en náðum ekki að fylgja því eftir og varnarleikur okkar var hreinlega ekki góður á löngum kafla.  En það er seigla í þessu liði okkar og við náðum að koma virkilega sterkar tilbaka síðutu 10 mín. leiksins.  Niðurstaðan góður fimm marka sigur 34-39.

Mjög svo sérkennilegur leikur, við að leika mjög föflótt á öllum svæðum á vellinum.  En kláruðum  leikinn með sóma og það var kraftur í okkur þegar á reyndi.   Gott að klára svona leiki.
Næsti leikur er strax á þriðjudag  gegn Val að Hlíðarenda en ljóst að sá leikur mun ekki skipta máli.

Vel gert FRAMarar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!