Strákarnir okkar í mættu Selfoss í Olísdeildinni á heimavelli í dag, vel mætt á leikinn, tvenna í húsinu og bara fín stemming. Það var boðið upp á svakalegt kaffihlaðborð milli leikja, þetta var virkilega glæsilegt og vel heppnað hjá stelpunum í U liði FRAM. Þetta má gera aftur, glæsilegt.
Þessi hálfleikur hjá strákunum var nokkuð góður, mættum tilbúnir til leiks, létum finna fyrir okkur og vorum áræðnir sóknarlega. Vorum að leiða leikinn lengi vel, gekk vel að skora og vorum skynsamir að velja færin. Náðum því miður ekki alveg að klára hálfleikinn, fórum að velja rangt og fengum það í hausinn enda að spila við mjög gott lið. Staðan í hálfleik 15-18. Viktor að verja vel.
Að mörgu leiti fínn leikur, því skvekkjandi að vera þrjú undir í hálfleik.
Síðari hálfeikur byrjaði hreinlega á sterum, við alltof æstir og ætluð að gera allt í einu, vorum smá tíma að ná áttum. Við komu okkur svo jafnt og þétt inn í leikinn með fínni spilamennsku. En þegar um 10 mín. voru eftir misstum við aðeins hausinn og þá fjögur mörk fram úr okkur, það var dýrt. Við reyndum hvað við gátum að minnka muninn, voru nærri því en vantaði klókindi til að það heppnaðist. Niðurstaðan tveggja marka tap 29-31.
Margt gott í þessum leik, baráttan í liðinu góð, Viktor góður, sóknarlega áttum við mjög góða kafla og vörnin að mestu fín. Það dugði bara ekki í dag gegn góðu liði, til þess hefðum við þurft að vera klókari allan leikinn. Liðið fær samt hrós til þennan leik, margt jákvætt og svona spilamennska getur fært okkur stig. Vel gert FRAMarar flottur dagur en pínu svekkjandi að fá ekkert út úr þessum leik.
Næsti leikur er á miðvikudag gegn Aftureldingu í Mosó, hvert FRAMara til að mæta og styðja drengina þeir þurfa á okkur að halda núna.
ÁFRAM FRAM