Stelpurnar okkar í 3. fl. kvenna urðu í dag deildarmeistarar 2019 í handbolta.
Stelpurnar mættu Gróttu á heimavelli í síðasta leik mótisins og unnu sannfærandi sigur.
Eftir leikinn fengu þær afhentan deildarmeistara bikarinn og fögnuðu vel.
Stelpurnar hafa leikið vel í vetur, leikið 16 leiki, unnið 13, einn var jafn og tveir töpuðust.
Virkilega flottur hópur sem við FRAMarar eigum og klárlega okkar framtíðar leikmenn.
Til hamingju FRAM stelpur, til hamingju FRAMarar
ÁFRAM FRAM