Meistaraflokkar Fram í handbolta í samstarfi við Barna- og unglingaráð héldu séræfingar fyrir krakka í 4. og 5.flokk í vetur.
Seinasta æfingin var á sunnudaginn síðasta og við það tækifæri fengu krakkarnir afhenda galla sem voru í boði Mjólkursamsölunnar sem gaf krökkunum einnig Hleðslu eftir æfingu. Æfingarnar heppnuðust einstaklega vel og krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel.
Ástæða er til að þakka leikmönnum meistaraflokks kvenna, karla og þjálfurum þeirra fyrir frábært starf á þessum æfingum.
Jóhann G.Kristinsson tók myndir á æfingunni á sunnudag, kíkið hér http://frammyndir.123.is/pictures/.
Unglingaráð handknattleiksdeildar FRAM