fbpx
Fram2019spánn.stór

Góður sigur í æfingaleik á Spáni

Meistaraflokkur Fram hefur verið í æfingaferð í Salou á Spáni frá því á laugardag. Liðið hefur æft af krafti og stillt saman strengið fyrir sumarið.

Í dag var leikið gegn liði CF Pobla de Mafumet sem er varalið Gimnàstic de Tarragona. Skemmst er frá því að segja að Framarar unnu góðan 1-0 sigur á Spánverjunum. Sigurmarkið skoraði Ísfirðingurinn knái Matthías Kroknes á 14. mínútu leiksins með skoti utan vítateigs. Myndband af markinu má sjá hér að neðan

Strákarnir æfa áfram við bestu aðstæður á Spáni í vikunni og koma svo heim til Íslands á laugardag. Næsti leikur liðsins verður svo leikur gegn GG í 1. Umferð Mjólkurbikarsins fimmtudaginn 11. apríl kl. 19:00 á Framvellinum í Safamýri.

Þeim sem vilja fylgjast með fréttum af Frömurum á Spáni er bent á Facebook-síðuna FRAM knattspyrna. Sú síða er nýfarin í loftið en þar er ætlunin að setja inn fréttir af öllu því helsta sem um er að vera hjá knattspyrnudeild í Fram, jafnt í meistaraflokki sem yngri flokkum.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!