fbpx
Andri gegn Haukum vefur

Köflótt var það

Bara þokkalega mætt sem var mikilvægt, þurfum virkilega á stuðningi að halda og fengum hann.

Leikurinn byrjaði nokkuð vel, sóknarlega gekk okkur vel, gekk vel að skora en vorum pínu klaufar varnarlega, vorum að missa þá töluvert utanvert en stóðum vel inn á miðjunni.  Fín stemming í liðinu og barátta, staðan eftir 15 mín. 7-10.

Það kom svo aðeins hökt í okkar sóknarleik og okkur gekk ekki eins vel að skora og þeir náðu að jafna leikinn í 10-10. Varnarleikurinn fór svo að smella og var varnarleikur okkar mjög þéttur út hálfleikinn ásamt því að Lárus kom í markið og varði nokkra góða bolta.  Kláruðum hálfleikinn vel, staðan í hálfleik 12-16.

Í heildina fínn leikur hjá okkur sem gaf fín fyrirheit fyrir þann síðari.

Við byrjuðum síðar hálfleikinn vel jukum forskotið strax í sex mörk en svo fórum við að gera fullt af vitleysu sóknarlega eftir að hafa spilað frekar agað fram að því.  Það kom eitthvað los á okkar varnarleik en vorum töluvert útaf á þessum kafla. Staðan eftir 45 mín. 21-21.  Við ekki að spila vel, nýta færin illa og velja færin illa.  Við lentum svo undir þrjú mörk 24-21 og útlitið ekki gott.  Við gerðum svo atlögu, náðum að jafna leikinn en það stóð stutt og við misstum þá aftur framúr okkur. Lokatölur 29-26.

Veit ekki alveg hvað á að segja en við lékum vel í fyrri hálfleik og jafn illa í þeim síðari, ótrúlegt að horfa upp á svona viðsnúning og erfitt að skýra. Lékum frekar agað framan af en svo algerlega agalausir í þeim síðari.  Niðurstaðan mikil vonbrigði.

Ljóst að við verðum hreinlega að ná í stig í okkar síðasta leik á heimavelli á laugardag þegar við mætum ÍBV. Hvet FRAMara til að mæta og styðja drengina.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!